Misvísandi yfirlýsingar innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 10. febrúar var rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um hælisleitendur, einkum um persónuupplýsingar um einstaklinga sem rötuðu í fjölmiðla. Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“ Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð.Tillögur um sjálfstæða úrskurðarnefnd Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnarsdóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð. Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Var staðnæmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstaklega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfshópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurðarnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina. Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðarnefnd. Var það síðan hluti af frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi.Friðhelgi í fyrsta sæti Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunarvinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga. Í skýrslu starfshópsins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hælisleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsingar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta friðhelgi einkalífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfarin ár verði að endurskoða reglulega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi. Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu uppfærðar ef stefnumótandi ákvarðanir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleitendur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“Orðalag frumvarps Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar. Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“ Í greinargerð segir: „Einnig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða persónuvernd einstaklinga en úrskurðir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birtingu. Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndarinnar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.”Ekkert persónugreinanlegt! Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 10. febrúar var rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um hælisleitendur, einkum um persónuupplýsingar um einstaklinga sem rötuðu í fjölmiðla. Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“ Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð.Tillögur um sjálfstæða úrskurðarnefnd Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnarsdóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð. Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Var staðnæmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstaklega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfshópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurðarnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina. Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðarnefnd. Var það síðan hluti af frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi.Friðhelgi í fyrsta sæti Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunarvinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga. Í skýrslu starfshópsins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hælisleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsingar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta friðhelgi einkalífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfarin ár verði að endurskoða reglulega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi. Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu uppfærðar ef stefnumótandi ákvarðanir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleitendur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“Orðalag frumvarps Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar. Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“ Í greinargerð segir: „Einnig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða persónuvernd einstaklinga en úrskurðir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birtingu. Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndarinnar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.”Ekkert persónugreinanlegt! Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun