„Svona er víst fótboltinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 06:00 Yaya Touré hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester City á leiktíðinni til þessa. Vísir/Getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira