Þakklátur fyrir að menn hugsi til mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 07:00 Friðrik Ingi er hér að stýra landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum. Hann er orðaður við landsliðið aftur í dag. fréttablaðið/heiða „Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
„Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veðurdag,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunaður þjálfari en hann tók við uppeldisfélagi sínu Njarðvík rétt skriðinn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ.Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálfari þegar maður fylgist með einhverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lánsamur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með landsliðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreksnefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsundir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mættur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann.Friðrik Ingi fagnar með Grindvíkingum.Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Friðrik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðlilega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægður hjá sambandinu og fannst einstaklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki lengur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðjur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil viðbrögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins