Sú yngsta er pollróleg fyrir frumraun á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Helga María keppir í dag. Mynd/Aðsend „Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
„Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira