Er mjólkurverð til bænda 20% of hátt? Þórólfur Matthíasson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Bændur í ESB fá greiddar að meðaltali 65 krónur á lítra af mjólk sem tappað er á mjólkurbíl heima á búi. Bændur sem búa við erfiðar aðstæður fá hærra verð, finnskir bændur fá 75 krónur á lítrann, bændur á Kýpur fá 94 krónur á lítrann (sjá heimasíðu DairyCo í Bretlandi, dairyco.org.uk). Verð sem verðlagsnefnd búvara ákvarðar íslenskum bændum er 83 krónur á lítrann. Þetta verð er lægra en verðið sem kýpverskir bændur fá, 10% hærra en verðið sem finnskir bændur fá og um 30% hærra en meðalverðið í ESB. Íslenskir mjólkurbændur fá svo verulega hærri peningastyrki en kollegar þeirra á meginlandinu.Of hátt skilaverð? Skilaverð til bænda er ákvarðað af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Svo virðist sem sú nefnd fylgist ekki vel með skýrsluhaldi bænda því verðlagsgrundvöllur hennar gengur út frá því að svokölluð árskýr mjólki 4.700 lítra á ári en skv. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mjólkar árskýrin nú 5.600 lítra eða sem svarar 20% meira en verðlagsnefnd búvara gerir ráð fyrir! Væru framleiðslutölurnar leiðréttar myndi verð til bænda lækka niður í 67 krónur sem er meðalskilaverð í Evrópusambandinu! Því má segja að verðlagsnefnd búvara sjái nú til þess að halda lífi í óhagkvæmum og úreltum mjólkurbýlum.Of margar vinnustundir Í skjóli ofurtolla hafa úrvinnslustöðvar landbúnaðarins einkasölustöðu á úrvinnsluvörum mjólkur. Framþróun í mjólkuriðnaði hefur verið hröð undangengna áratugi. Svo hröð að brúttóálagning í töppun mjólkur á neyslufernur hefur lækkað um heil 20% á nokkrum árum í Bretlandi. Lækkandi framleiðslukostnaður erlendis byggist að miklu leyti á að mjólkurbúin eru að nýta sér hagkvæmni stórrekstrar. Stefna íslenskra afurðastöðva hefur verið að reyna að framleiða allan kúamjólkurost sem Íslendingar neyta úr innlendri mjólk. Þessi stefna þýðir að afurðastöðvarnar hafa ákveðið að nýta ekki mögulegan ávinning stórrekstrar í framleiðslu osta. Sem þýðir aftur að hvert kíló af íslenskum kúamjólkurosti inniheldur hlutfallslega meira og meira af vinnustundum en hvert kíló af sams konar osti framleiddum á Írlandi, Bretlandi eða meginlandi Evrópu.Allt of hátt verð til bænda Bændur og samtök þeirra hafa markað þá stefnu að taka ekki þátt í alþjóðlegri verkaskiptingu við úrvinnslu mjólkurvara. Fyrir bragðið tekur enginn eftir því að verðlagsgrundvöllur verðlagsnefndar búvara er skakkur. Fyrir bragðið sitja bændur með dýrt, úrelt og óhagkvæmt vinnslukerfi. Til skamms tíma, í krafti ofurtolla, er hægt að velta kostnaði af dýrum og úreltum vinnslukerfum yfir á neytendur. Til lengri tíma litið munu neytendur sniðganga það sem dýrt er og auka neyslu sína af því sem ódýrara er. Núverandi stefna bænda gagnvart innflutningi mjólkurafurða kann því að koma þeim í koll síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bændur í ESB fá greiddar að meðaltali 65 krónur á lítra af mjólk sem tappað er á mjólkurbíl heima á búi. Bændur sem búa við erfiðar aðstæður fá hærra verð, finnskir bændur fá 75 krónur á lítrann, bændur á Kýpur fá 94 krónur á lítrann (sjá heimasíðu DairyCo í Bretlandi, dairyco.org.uk). Verð sem verðlagsnefnd búvara ákvarðar íslenskum bændum er 83 krónur á lítrann. Þetta verð er lægra en verðið sem kýpverskir bændur fá, 10% hærra en verðið sem finnskir bændur fá og um 30% hærra en meðalverðið í ESB. Íslenskir mjólkurbændur fá svo verulega hærri peningastyrki en kollegar þeirra á meginlandinu.Of hátt skilaverð? Skilaverð til bænda er ákvarðað af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Svo virðist sem sú nefnd fylgist ekki vel með skýrsluhaldi bænda því verðlagsgrundvöllur hennar gengur út frá því að svokölluð árskýr mjólki 4.700 lítra á ári en skv. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mjólkar árskýrin nú 5.600 lítra eða sem svarar 20% meira en verðlagsnefnd búvara gerir ráð fyrir! Væru framleiðslutölurnar leiðréttar myndi verð til bænda lækka niður í 67 krónur sem er meðalskilaverð í Evrópusambandinu! Því má segja að verðlagsnefnd búvara sjái nú til þess að halda lífi í óhagkvæmum og úreltum mjólkurbýlum.Of margar vinnustundir Í skjóli ofurtolla hafa úrvinnslustöðvar landbúnaðarins einkasölustöðu á úrvinnsluvörum mjólkur. Framþróun í mjólkuriðnaði hefur verið hröð undangengna áratugi. Svo hröð að brúttóálagning í töppun mjólkur á neyslufernur hefur lækkað um heil 20% á nokkrum árum í Bretlandi. Lækkandi framleiðslukostnaður erlendis byggist að miklu leyti á að mjólkurbúin eru að nýta sér hagkvæmni stórrekstrar. Stefna íslenskra afurðastöðva hefur verið að reyna að framleiða allan kúamjólkurost sem Íslendingar neyta úr innlendri mjólk. Þessi stefna þýðir að afurðastöðvarnar hafa ákveðið að nýta ekki mögulegan ávinning stórrekstrar í framleiðslu osta. Sem þýðir aftur að hvert kíló af íslenskum kúamjólkurosti inniheldur hlutfallslega meira og meira af vinnustundum en hvert kíló af sams konar osti framleiddum á Írlandi, Bretlandi eða meginlandi Evrópu.Allt of hátt verð til bænda Bændur og samtök þeirra hafa markað þá stefnu að taka ekki þátt í alþjóðlegri verkaskiptingu við úrvinnslu mjólkurvara. Fyrir bragðið tekur enginn eftir því að verðlagsgrundvöllur verðlagsnefndar búvara er skakkur. Fyrir bragðið sitja bændur með dýrt, úrelt og óhagkvæmt vinnslukerfi. Til skamms tíma, í krafti ofurtolla, er hægt að velta kostnaði af dýrum og úreltum vinnslukerfum yfir á neytendur. Til lengri tíma litið munu neytendur sniðganga það sem dýrt er og auka neyslu sína af því sem ódýrara er. Núverandi stefna bænda gagnvart innflutningi mjólkurafurða kann því að koma þeim í koll síðar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun