Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 08:00 Rakel Dögg var fyrirliði íslenska landsliðsins þegar það keppti á sínu fyrsta stórmóti í handbolta, EM í Danmörku árið 2010. Vísir/Vilhelm Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær að hún væri tilneydd til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Ástæðan er sú að hún glímir við erfið eftirköst heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu í lok nóvember. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að einkennin munu ganga til baka með tíð og tíma en þar sem útséð var um að Rakel gæti spilað handbolta á næstunni tók hún þessa ákvörðun. „Læknar útilokuðu algjörlega þetta tímabil og hluta af því næsta. Þar að auki gátu þeir ekki gefið mér neinn tímaramma fyrir mögulega endurkomu,“ segir Rakel Dögg sem getur ekki fengið sér einfaldan göngutúr eða sinnt venjulegum heimilisstörfum án þess að vera rúmliggjandi í nokkra daga á eftir. „Þá fer maður að missa trúna á þessu. Ég bara get ekki lengur stefnt að einhverju þegar horfurnar eru svona,“ segir Rakel Dögg. Meiðslin áttu sér stað þegar Rakel Dögg fékk skot í höfuð á landsliðsæfingu. Hún segir að höggið sem hún fékk hafi verið mjög þungt og af stuttu færi.Hrundi aftur á bak í gólfið „Fyrstu viðbrögð mín voru á þá leið að ég hlyti að vera í lagi – þetta var bara smá höfuðhögg. En þegar ég lít til baka átta mig ég á því hversu alvarlegt þetta var. Ég steinlá eftir og datt út í smástund. Þegar ég reyndi að reisa mig við þá hrundi ég aftur í gólfið,“ segir Rakel Dögg sem segir aðspurð að viðkomandi landsliðsfélagi hennar sé afar miður sín vegna atviksins. „Ég hringdi í hana í vikunni og við spjölluðum aðeins saman. Ég ber alls engan kala til hennar enda eins og hvert annað slys sem á sér stað á æfingum og í leikjum. Svona getur bara handboltinn verið stundum.“ Rakel greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni í gær og þuldi þá upp langan lista yfir öll þau meiðsli sem hún hefur orðið fyrir á ferlinum – þar á meðal mörg beinbrot, nokkrar aðgerðir og tvö krossbandsslit. „Það var ekki fyrr en ég settist niður og skrifaði þetta að ég áttaði mig á því hvað ég er búin að ganga í gegnum – og lét ég vera að minnast á öll smávægilegu meiðslin eins og tognanir og annað slíkt. Þetta hefur tekið mikið á enda vita allir íþróttamenn hversu erfitt það er að sitja á hliðarlínunni. Ég hef þó alltaf verið tilbúin að bíða þolinmóð en nú þegar meiðslin eru komin í höfuðið og ógna langtímaheilsunni þá finnst manni nóg komið. Ég varð bara að segja stopp.“Vísir/AntonÓtrúleg stund í Austurríki Rakel segir margt standa upp úr eftir ferilinn – hvort sem er titlarnir með æskufélaginu Stjörnunni, árin í atvinnumennskunni í Noregi og Danmörku eða afrekin með íslenska landsliðinu. „Það var alveg svakalegt þegar við náðum að tryggja okkur inn á EM 2010 með því að vinna Austurríki,“ segir Rakel Dögg en þá tókst kvennalandsliðinu að tryggja sér þátttökurétt á stórmóti í fyrsta sinn. Ári síðar komst liðið á HM í fyrsta sinn en Rakel Dögg varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné örfáum vikum fyrir mótið. „Svo eru allar viðurkenningarnar sem ég fékk mér afar kærar. Ég á ótal góðar minningar frá ferlinum,“ bætir hún við. Rakel hefur vitaskuld ekki ákveðið hvað taki við hjá henni og hvort hún ætli sér að halda áfram að starfa í kringum handboltann. „Eftir að ég kom heim úr atvinnumennskunni stofnaði ég handboltaakademíu með Ágústi [Jóhannssyni landsliðsþjálfara] og ég ætla að halda áfram að sinna henni. Hvort ég fari meira út í þjálfun verður svo bara að koma í ljós en ég hef náð að svala þjálfaraþörf minni í akademíunni,“ segir hún. Næst á dagskrá hjá Rakel er endurhæfing „alveg frá grunni“ eins og hún orðaði það sjálf. „Ég þarf að byggja upp þol til að geta sinnt mínu daglegu lífi. Ég er vön að æfa mína íþrótt átta sinnum í viku og því er ótrúlega pirrandi að það skuli vera vandamál að gera einföldustu hluti eins og að labba upp stiga. En skilaboðin sem ég fékk eru að ég muni jafna mig og það er gulrótin í þessu öllu saman,“ segir Stjörnukonan ákveðin. Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær að hún væri tilneydd til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Ástæðan er sú að hún glímir við erfið eftirköst heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu í lok nóvember. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að einkennin munu ganga til baka með tíð og tíma en þar sem útséð var um að Rakel gæti spilað handbolta á næstunni tók hún þessa ákvörðun. „Læknar útilokuðu algjörlega þetta tímabil og hluta af því næsta. Þar að auki gátu þeir ekki gefið mér neinn tímaramma fyrir mögulega endurkomu,“ segir Rakel Dögg sem getur ekki fengið sér einfaldan göngutúr eða sinnt venjulegum heimilisstörfum án þess að vera rúmliggjandi í nokkra daga á eftir. „Þá fer maður að missa trúna á þessu. Ég bara get ekki lengur stefnt að einhverju þegar horfurnar eru svona,“ segir Rakel Dögg. Meiðslin áttu sér stað þegar Rakel Dögg fékk skot í höfuð á landsliðsæfingu. Hún segir að höggið sem hún fékk hafi verið mjög þungt og af stuttu færi.Hrundi aftur á bak í gólfið „Fyrstu viðbrögð mín voru á þá leið að ég hlyti að vera í lagi – þetta var bara smá höfuðhögg. En þegar ég lít til baka átta mig ég á því hversu alvarlegt þetta var. Ég steinlá eftir og datt út í smástund. Þegar ég reyndi að reisa mig við þá hrundi ég aftur í gólfið,“ segir Rakel Dögg sem segir aðspurð að viðkomandi landsliðsfélagi hennar sé afar miður sín vegna atviksins. „Ég hringdi í hana í vikunni og við spjölluðum aðeins saman. Ég ber alls engan kala til hennar enda eins og hvert annað slys sem á sér stað á æfingum og í leikjum. Svona getur bara handboltinn verið stundum.“ Rakel greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni í gær og þuldi þá upp langan lista yfir öll þau meiðsli sem hún hefur orðið fyrir á ferlinum – þar á meðal mörg beinbrot, nokkrar aðgerðir og tvö krossbandsslit. „Það var ekki fyrr en ég settist niður og skrifaði þetta að ég áttaði mig á því hvað ég er búin að ganga í gegnum – og lét ég vera að minnast á öll smávægilegu meiðslin eins og tognanir og annað slíkt. Þetta hefur tekið mikið á enda vita allir íþróttamenn hversu erfitt það er að sitja á hliðarlínunni. Ég hef þó alltaf verið tilbúin að bíða þolinmóð en nú þegar meiðslin eru komin í höfuðið og ógna langtímaheilsunni þá finnst manni nóg komið. Ég varð bara að segja stopp.“Vísir/AntonÓtrúleg stund í Austurríki Rakel segir margt standa upp úr eftir ferilinn – hvort sem er titlarnir með æskufélaginu Stjörnunni, árin í atvinnumennskunni í Noregi og Danmörku eða afrekin með íslenska landsliðinu. „Það var alveg svakalegt þegar við náðum að tryggja okkur inn á EM 2010 með því að vinna Austurríki,“ segir Rakel Dögg en þá tókst kvennalandsliðinu að tryggja sér þátttökurétt á stórmóti í fyrsta sinn. Ári síðar komst liðið á HM í fyrsta sinn en Rakel Dögg varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné örfáum vikum fyrir mótið. „Svo eru allar viðurkenningarnar sem ég fékk mér afar kærar. Ég á ótal góðar minningar frá ferlinum,“ bætir hún við. Rakel hefur vitaskuld ekki ákveðið hvað taki við hjá henni og hvort hún ætli sér að halda áfram að starfa í kringum handboltann. „Eftir að ég kom heim úr atvinnumennskunni stofnaði ég handboltaakademíu með Ágústi [Jóhannssyni landsliðsþjálfara] og ég ætla að halda áfram að sinna henni. Hvort ég fari meira út í þjálfun verður svo bara að koma í ljós en ég hef náð að svala þjálfaraþörf minni í akademíunni,“ segir hún. Næst á dagskrá hjá Rakel er endurhæfing „alveg frá grunni“ eins og hún orðaði það sjálf. „Ég þarf að byggja upp þol til að geta sinnt mínu daglegu lífi. Ég er vön að æfa mína íþrótt átta sinnum í viku og því er ótrúlega pirrandi að það skuli vera vandamál að gera einföldustu hluti eins og að labba upp stiga. En skilaboðin sem ég fékk eru að ég muni jafna mig og það er gulrótin í þessu öllu saman,“ segir Stjörnukonan ákveðin.
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira