Blóðið seytlar líklega út um rifu 27. janúar 2014 08:00 Bræðurnir Helgi Már (t.v.) og Finnur Atli að loknum leik KR og Snæfells síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir/KTD „Ég er allur að koma til og finn mun á mér frá degi til dags,“ segir landsliðsmaðurinn Finnur Atli Magnússon. Miðherjinn spilaði tíu mínútur í tapi gegn KR í Dominos-deildinni í síðustu viku. Tapið var hið þriðja í jafnmörgum leikjum Snæfells á árinu. Finnur Atli sat hjá í þeim fyrsta gegn Þór frá Þorlákshöfn og spilaði aðeins þrjár mínútur gegn Skallagrími. Kappinn glímir við blóðleysi. „Læknarnir segja að ég hafi örugglega verið blóðlítill en ég hafi bara aðlagast því sem íþróttamaður,“ segir Finnur Atli aðspurður um orsök veikinda sinna. „Svo datt ég svona rosalega niður að það leið næstum því yfir mig á einni æfingunni,“ segir Finnur Atli, sem einnig gat beitt sér minna en hann hefði kosið fyrir áramót sökum blóðleysis. „Ég fer í speglun á þriðjudaginn (á morgun) og þá kemur í ljós hvað er að. Læknarnir halda að það sé einhver rifa þar sem blóðið seytli út hægt og rólega.“ Finnur Atli hefur verið í blóðgjöf tvisvar í viku og verður það í rúmar tvær vikur til viðbótar. „Ég fæ járn í æð á spítalanum í Hólminum. Við gamla fólkið sitjum og ræðum um veðrið og fleira.“ Vonandi fær Finnur Atli bót meina sinna fyrr en síðar. Sá hávaxni er bæði lykilmaður í liði Snæfellinga og hefur verið í landsliðshópi Íslands í undanförnum verkefnum. Snæfell situr í áttunda sæti deildarinnar og þarf að bæta sinn leik ætli liðið sér sæti í úrslitakeppninni. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
„Ég er allur að koma til og finn mun á mér frá degi til dags,“ segir landsliðsmaðurinn Finnur Atli Magnússon. Miðherjinn spilaði tíu mínútur í tapi gegn KR í Dominos-deildinni í síðustu viku. Tapið var hið þriðja í jafnmörgum leikjum Snæfells á árinu. Finnur Atli sat hjá í þeim fyrsta gegn Þór frá Þorlákshöfn og spilaði aðeins þrjár mínútur gegn Skallagrími. Kappinn glímir við blóðleysi. „Læknarnir segja að ég hafi örugglega verið blóðlítill en ég hafi bara aðlagast því sem íþróttamaður,“ segir Finnur Atli aðspurður um orsök veikinda sinna. „Svo datt ég svona rosalega niður að það leið næstum því yfir mig á einni æfingunni,“ segir Finnur Atli, sem einnig gat beitt sér minna en hann hefði kosið fyrir áramót sökum blóðleysis. „Ég fer í speglun á þriðjudaginn (á morgun) og þá kemur í ljós hvað er að. Læknarnir halda að það sé einhver rifa þar sem blóðið seytli út hægt og rólega.“ Finnur Atli hefur verið í blóðgjöf tvisvar í viku og verður það í rúmar tvær vikur til viðbótar. „Ég fæ járn í æð á spítalanum í Hólminum. Við gamla fólkið sitjum og ræðum um veðrið og fleira.“ Vonandi fær Finnur Atli bót meina sinna fyrr en síðar. Sá hávaxni er bæði lykilmaður í liði Snæfellinga og hefur verið í landsliðshópi Íslands í undanförnum verkefnum. Snæfell situr í áttunda sæti deildarinnar og þarf að bæta sinn leik ætli liðið sér sæti í úrslitakeppninni.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira