Vantar liðsauka fyrir HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. janúar 2014 10:00 Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, óskar eftir sjálfboðaliðum. mynd/gva Okkur vantar liðsauka fram að HönnunarMars. Það er allt að fara á fullt,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, sem stendur fyrir hátíðinni HönnunarMars en undirbúningur hátíðarinnar er þegar hafinn. HönnunarMars verður haldinn í sjötta sinn, dagana 27. til 30. mars og sýnir þverskurð þess sem er að gerast í íslenskum hönnunarheimi. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi en um þrjátíu þúsund manns sóttu viðburði og sýningar á HönnunarMars í fyrra, samkvæmt könnun Capacent, eða um tíu prósent þjóðarinnar. Þar að auki sækja erlendir fjölmiðlar hátíðina heim og hafa umfjallanir um íslenska hönnuði og HönnunarMars birst í víðlesnum tímaritum og vefmiðlum, svo sem Dwell Magazine, Frame, Form og Coolhunting.com. „Við erum einmitt þegar farin að senda erlendum fjölmiðlum sýnishorn af því sem verður í boði þetta árið og skráning viðburða er hafin. Síðustu ár hafa dagskráratriði HönnunarMars verið í kringum hundrað talsins og af ýmsum toga. Fyrirlestrar, sýningar, viðburðir og opin hús og fleira,“ segir Ástríður. Það er því í mörg horn að líta. „Verkefni sjálfboðaliðanna verða margvísleg. Til dæmis myndvinnsla, texta- og gagnavinnsla fyrir heimasíðu, app og dagskrárbækling. Þetta er mjög skemmtilegt starf sem stigmagnast þegar nær dregur og andinn hér í Hönnunarmiðstöð er sérlega góður,“ útskýrir Ástríður og segir sjálfboðaliðastarfið jafnframt dýrmæta reynslu. „Oft eru þetta íslenskir hönnuðir nýkomnir heim eftir nám erlendis en þetta er góð leið til að kynnast hönnunarsamfélaginu á Íslandi og mynda tengsl. Sjálfboðaliðar hafa einnig oft ílengst og aftur og aftur verið að hóa í þá í önnur verkefni. Tveir af starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar byrjuðu einmitt sem sjálfboðaliðar á HönnunarMars svo þetta getur falið í sér ýmis tækifæri.“ Á vefsíðu Hönnunarmars má fylgjast með viðburðum HönnunarMars 2014. HönnunarMars Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Okkur vantar liðsauka fram að HönnunarMars. Það er allt að fara á fullt,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, sem stendur fyrir hátíðinni HönnunarMars en undirbúningur hátíðarinnar er þegar hafinn. HönnunarMars verður haldinn í sjötta sinn, dagana 27. til 30. mars og sýnir þverskurð þess sem er að gerast í íslenskum hönnunarheimi. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi en um þrjátíu þúsund manns sóttu viðburði og sýningar á HönnunarMars í fyrra, samkvæmt könnun Capacent, eða um tíu prósent þjóðarinnar. Þar að auki sækja erlendir fjölmiðlar hátíðina heim og hafa umfjallanir um íslenska hönnuði og HönnunarMars birst í víðlesnum tímaritum og vefmiðlum, svo sem Dwell Magazine, Frame, Form og Coolhunting.com. „Við erum einmitt þegar farin að senda erlendum fjölmiðlum sýnishorn af því sem verður í boði þetta árið og skráning viðburða er hafin. Síðustu ár hafa dagskráratriði HönnunarMars verið í kringum hundrað talsins og af ýmsum toga. Fyrirlestrar, sýningar, viðburðir og opin hús og fleira,“ segir Ástríður. Það er því í mörg horn að líta. „Verkefni sjálfboðaliðanna verða margvísleg. Til dæmis myndvinnsla, texta- og gagnavinnsla fyrir heimasíðu, app og dagskrárbækling. Þetta er mjög skemmtilegt starf sem stigmagnast þegar nær dregur og andinn hér í Hönnunarmiðstöð er sérlega góður,“ útskýrir Ástríður og segir sjálfboðaliðastarfið jafnframt dýrmæta reynslu. „Oft eru þetta íslenskir hönnuðir nýkomnir heim eftir nám erlendis en þetta er góð leið til að kynnast hönnunarsamfélaginu á Íslandi og mynda tengsl. Sjálfboðaliðar hafa einnig oft ílengst og aftur og aftur verið að hóa í þá í önnur verkefni. Tveir af starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar byrjuðu einmitt sem sjálfboðaliðar á HönnunarMars svo þetta getur falið í sér ýmis tækifæri.“ Á vefsíðu Hönnunarmars má fylgjast með viðburðum HönnunarMars 2014.
HönnunarMars Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira