Hleypur á tartani í reiðhöllinni á Króknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 06:00 Jóhann Björn, til vinstri, á góðum spretti í Laugardalshöllinni fyrr í mánuðinum. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson „Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
„Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira