Hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 24. janúar 2014 08:00 Ingibjörg Ragnarsdóttir er hér með landsliðsmanninum Kára Kristjánssyni á einni æfingu íslenska liðsins á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Daníel „Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“ EM 2014 karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“
EM 2014 karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira