Ris, fall og endurreisn Matthew McConaughey Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2014 11:00 Matthew hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir leik í Dallas Buyers Club. Vísir/Getty Leikarinn Matthew McConaughey heillaði heiminn fyrst árið 1993 í kvikmyndinni Dazed and Confused í leikstjórn Richard Linklater. Í kjölfarið fylgdu stórmyndir á borð við A Time to Kill árið 1996, Amistad árið 1997 og Contact árið 1997. Matthew var á góðri leið með það að verða einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood og fór sæll og glaður inn í 21. öldina. Upp úr árinu 2000 byrjaði að harðna á dalnum hjá leikaranum góðkunna og næstu árin átti hann eftir að taka arfaslakar ákvarðanir. Fyrst ber að nefna kvikmyndina The Wedding Planner frá árinu 2001 þar sem Matthew lék á móti Jennifer Lopez. Í kjölfarið lék hann í How To Lose a Guy in 10 Days árið 2003, Failure to Launch árið 2006 og Fool‘s Gold árið 2008. Á þessum tímapunkti hafði Matthew áunnið sér hjartaknúsarastimpilinn og var betur þekktur sem gaurinn sem rífur sig alltaf úr að ofan en gaurinn sem getur í raun og veru leikið af viti.Árið 2009 lék Matthew á móti Jennifer Garner í Ghosts of Girlfriends Past og sást síðan ekki í tvö ár. Engar vonir voru bundnar við hann enda ferilskráin orðin ansi flekkuð af væmnum, slepjulegum, rómantískum gamanmyndum. En viti menn, Matthew mætti aftur á hvíta tjaldið með hvelli í myndinni The Lincoln Lawyer sem fékk prýðisdóma. Í kjölfarið fylgdu hlutverk í myndunum Bernie, Killer Joe, Mud og Magic Mike þar sem leikarinn fór á kostum og sýndi það og sannaði að leiklistarhæfileikarnir hefðu ekki glatast í kossaflensi í misgóðum myndum síðustu ára.Síðasta ár var svo árið hans Matthews. Hann tók að sér krefjandi hlutverk í kvikmyndinni Dallas Buyers Club þar sem hann leikur kúreka með hommafælni sem er greindur með eyðni. Matthew grennti sig talsvert fyrir hlutverkið og sér örugglega ekki eftir því. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir stuttu fyrir leik sinn í myndinni og náði að krækja sér í sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Þá fór hann einnig á kostum í afar litlu hlutverki í The Wolf of Wall Street og stal senunni sem yfirspíttaði verðbréfasalinn Mark Hanna. Matthew fer einnig með annað aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum True Detective sem sýndir eru á Stöð 2 og hafa fengið einróma lof gagnrýnenda. Næst geta aðdáendur kappans séð hann í geimmyndinni Interstellar sem var meðal annars tekin upp hér á landi í fyrra. Það er því ljóst að gaurinn sem hefur rifið sig úr að ofan í sautján bíómyndum er loksins búinn að finna sína hillu á ný.Matthew leikur á móti Jared Leto í Dallas Buyers Club. Golden Globes Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Matthew McConaughey heillaði heiminn fyrst árið 1993 í kvikmyndinni Dazed and Confused í leikstjórn Richard Linklater. Í kjölfarið fylgdu stórmyndir á borð við A Time to Kill árið 1996, Amistad árið 1997 og Contact árið 1997. Matthew var á góðri leið með það að verða einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood og fór sæll og glaður inn í 21. öldina. Upp úr árinu 2000 byrjaði að harðna á dalnum hjá leikaranum góðkunna og næstu árin átti hann eftir að taka arfaslakar ákvarðanir. Fyrst ber að nefna kvikmyndina The Wedding Planner frá árinu 2001 þar sem Matthew lék á móti Jennifer Lopez. Í kjölfarið lék hann í How To Lose a Guy in 10 Days árið 2003, Failure to Launch árið 2006 og Fool‘s Gold árið 2008. Á þessum tímapunkti hafði Matthew áunnið sér hjartaknúsarastimpilinn og var betur þekktur sem gaurinn sem rífur sig alltaf úr að ofan en gaurinn sem getur í raun og veru leikið af viti.Árið 2009 lék Matthew á móti Jennifer Garner í Ghosts of Girlfriends Past og sást síðan ekki í tvö ár. Engar vonir voru bundnar við hann enda ferilskráin orðin ansi flekkuð af væmnum, slepjulegum, rómantískum gamanmyndum. En viti menn, Matthew mætti aftur á hvíta tjaldið með hvelli í myndinni The Lincoln Lawyer sem fékk prýðisdóma. Í kjölfarið fylgdu hlutverk í myndunum Bernie, Killer Joe, Mud og Magic Mike þar sem leikarinn fór á kostum og sýndi það og sannaði að leiklistarhæfileikarnir hefðu ekki glatast í kossaflensi í misgóðum myndum síðustu ára.Síðasta ár var svo árið hans Matthews. Hann tók að sér krefjandi hlutverk í kvikmyndinni Dallas Buyers Club þar sem hann leikur kúreka með hommafælni sem er greindur með eyðni. Matthew grennti sig talsvert fyrir hlutverkið og sér örugglega ekki eftir því. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir stuttu fyrir leik sinn í myndinni og náði að krækja sér í sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Þá fór hann einnig á kostum í afar litlu hlutverki í The Wolf of Wall Street og stal senunni sem yfirspíttaði verðbréfasalinn Mark Hanna. Matthew fer einnig með annað aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum True Detective sem sýndir eru á Stöð 2 og hafa fengið einróma lof gagnrýnenda. Næst geta aðdáendur kappans séð hann í geimmyndinni Interstellar sem var meðal annars tekin upp hér á landi í fyrra. Það er því ljóst að gaurinn sem hefur rifið sig úr að ofan í sautján bíómyndum er loksins búinn að finna sína hillu á ný.Matthew leikur á móti Jared Leto í Dallas Buyers Club.
Golden Globes Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira