Fjárfestirinn sem raðar inn tilnefningum til Óskarsins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 10:00 Það er slegist um Megan. Fréttablaðið/Getty Images Megan Ellison er orðið eitt þekktasta nafnið í Hollywood og einn eftirsóttasti fjárfestirinn vestan hafs. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur á síðustu þremur árum sett peninga í kvikmyndir sem hafa samtals fengið 35 Óskarstilnefningar. Sautján af tilkynningunum 35 komu í hús nú fyrir stuttu þegar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar, fyrir myndirnar American Hustle, Her og The Grandmaster sem allar voru fjármagnaðar af Megan. Megan er dóttir milljarðamæringsins Larrys Ellison, framkvæmdastjóra Oracle. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðævi föður hennar metin á 41 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann að þriðja ríkasta manni Ameríku. Mennirnir sem ná að skáka honum eru Warren Buffett, framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Megan er því hluti af hópi ungra frumkvöðla vestan hafs sem eru með ansi djúpa vasa og er hún óhrædd við að taka mikla áhættu. Góð dæmi um það eru myndirnar Zero Dark Thirty og The Master sem stóru myndverin höfnuðu. Þessar tvær myndir gerðu það að verkum að Megan og fyrirtæki hennar, Annapurna Pictures, varð eitt það eftirsóttasta í kvikmyndabransanum.Hér með leikurum í American Hustle.The Master, Zero Dark Thirty og American Hustle eru allar myndir með miðlungsháan framleiðslukostnað á Hollywood-kvarðanum, í kringum fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega fjóra og hálfan milljarð króna. Þær hafa samt sem áður skilað samtals 290 milljónum dollara í miðasölutekjur á heimsvísu, tæplega fjörutíu milljörðum króna. Það eru ekki aðeins framleiðendur sem eru sólgnir í peninga Megan heldur vilja handritshöfundar og leikstjórar ólmir vinna með þessari kjarnakonu þar sem hún dembir sér í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur af fullum krafti. Þá hefur Megan ákveðið að endurvekja eina vinsælustu bíóseríu í sögu Hollywood – The Terminator. Hún borgaði tuttugu milljónir Bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, árið 2012 til að tryggja sér réttinn að myndum um Tortímandann í framtíðinni og að Arnold Schwarzenegger myndi leika hann eins og hann gerði áður. Megan er afar annt um að vernda einkalíf sitt og gaf engin viðtöl þegar í ljós kom að myndir hennar hefðu hlotið sautján tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Það eina sem hún gerði var að tísta eftirfarandi: „17.“17— Megan Ellison (@meganeellison) January 16, 2014 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Megan Ellison er orðið eitt þekktasta nafnið í Hollywood og einn eftirsóttasti fjárfestirinn vestan hafs. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur á síðustu þremur árum sett peninga í kvikmyndir sem hafa samtals fengið 35 Óskarstilnefningar. Sautján af tilkynningunum 35 komu í hús nú fyrir stuttu þegar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar, fyrir myndirnar American Hustle, Her og The Grandmaster sem allar voru fjármagnaðar af Megan. Megan er dóttir milljarðamæringsins Larrys Ellison, framkvæmdastjóra Oracle. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðævi föður hennar metin á 41 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann að þriðja ríkasta manni Ameríku. Mennirnir sem ná að skáka honum eru Warren Buffett, framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Megan er því hluti af hópi ungra frumkvöðla vestan hafs sem eru með ansi djúpa vasa og er hún óhrædd við að taka mikla áhættu. Góð dæmi um það eru myndirnar Zero Dark Thirty og The Master sem stóru myndverin höfnuðu. Þessar tvær myndir gerðu það að verkum að Megan og fyrirtæki hennar, Annapurna Pictures, varð eitt það eftirsóttasta í kvikmyndabransanum.Hér með leikurum í American Hustle.The Master, Zero Dark Thirty og American Hustle eru allar myndir með miðlungsháan framleiðslukostnað á Hollywood-kvarðanum, í kringum fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega fjóra og hálfan milljarð króna. Þær hafa samt sem áður skilað samtals 290 milljónum dollara í miðasölutekjur á heimsvísu, tæplega fjörutíu milljörðum króna. Það eru ekki aðeins framleiðendur sem eru sólgnir í peninga Megan heldur vilja handritshöfundar og leikstjórar ólmir vinna með þessari kjarnakonu þar sem hún dembir sér í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur af fullum krafti. Þá hefur Megan ákveðið að endurvekja eina vinsælustu bíóseríu í sögu Hollywood – The Terminator. Hún borgaði tuttugu milljónir Bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, árið 2012 til að tryggja sér réttinn að myndum um Tortímandann í framtíðinni og að Arnold Schwarzenegger myndi leika hann eins og hann gerði áður. Megan er afar annt um að vernda einkalíf sitt og gaf engin viðtöl þegar í ljós kom að myndir hennar hefðu hlotið sautján tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Það eina sem hún gerði var að tísta eftirfarandi: „17.“17— Megan Ellison (@meganeellison) January 16, 2014
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira