Enn langt í land í allra bestu liðin Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 23. janúar 2014 08:30 Róbert Gunnarsson í baráttu við tvo danska leikmenn á línunni í gær. Strákarnir lentu í miklu basli með Jannick Green, frábæran markvörð Dana, í Herning í gær. fréttablaðið/daníel Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur. EM 2014 karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur.
EM 2014 karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira