Patrekur ætlar að syngja íslenska þjóðsönginn fyrir leik Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 18. janúar 2014 10:00 Þeir eru fæddir með viku millibili árið 1972. Þeir spiluðu saman með landsliðinu á sínum tíma. Annar þjálfaði lið Hauka og hinn tók við af honum. Þeir mætast nú með landslið Íslands og Austurríkis í milliriðlakeppni EM í Danmörku. „Auðvitað er það sérstakt að spila á móti Íslandi. Ég spilaði marga leiki fyrir Ísland og spilaði með mörgum þessara stráka. Ég þarf einhvern veginn að tækla þetta. Mitt verkefni er Austurríki þennan klukkutíma og svo mun ég halda áfram að styðja Ísland. Aron er vinur minn og frábær þjálfari. Ég hef ekki trú á því að við lendum í einhverri rimmu á hliðarlínunni,“ segir Patrekur en hann ætlar að sjálfsögðu að syngja íslenska þjóðsönginn og hann trúir því ekki að nokkur maður verði fúll út í hann ef Austurríki vinnur leikinn. „Ég vinn bara mína vinnu en er Íslendingur. Það væri skandall ef ég myndi ekki leggja mig fram. Svona er þetta bara. Ég gleðst yfir því að Ísland sé komið áfram og ég gleðst enn meira yfir því að Austurríki sé komið áfram. Við höfum náð því að vera á meðal tólf efstu í þessu móti með átta eða níu menn úr austurrísku deildinni. Ég er virkilega stoltur og ánægður með okkar árangur,“ segir Patrekur en árangur hans með þetta austurríska lið hefur vakið athygli víða. Liðið lagði Tékka með tíu mörkum í mótinu, spilaði fínan leik gegn Dönum og tapaði svo naumlega í hörkuleik gegn Makedóníu. „Við vorum svekktir með Makedóníuleikinn og áttum skilið að vinna þann leik. Það hefur verið mikil vinna að búa til hörkulið hérna og ég er ánægður með þessa stráka.“ Eðlilega þekkir Patrekur íslenska liðið út og inn og veit hvað þarf að varast. „Styrkur íslenska liðsins er þessi gríðarlega samheldni og ég veit að þetta eru sigurvegarar. Þetta verður gaman og vonandi náum við að spila flottan leik.“ Aron er einnig spenntur að mæta sínum gamla félaga og vini. „Þetta verður virkilega skemmtilegt. Hann er að gera flotta hluti með þetta lið og það verður bara gaman að mæta honum,“ segir Aron og brosir. „Við viljum báðir vinna og verðum svo aftur vinir eftir leik.“ Ísland og Austurríki hafa mæst þrisvar sinnum síðustu misseri og þekkjast því mjög vel. Síðast helgina fyrir EM í Þýskalandi og þá vann Ísland frekar sannfærandi sigur. Mótspyrnan verður örugglega meiri í dag enda er lið Austurríkis þekkt fyrir að gefast aldrei upp. „Þetta er gott lið og með nokkra klóka leikmenn sem hafa mikla reynslu. Þeir eru með virkilega sterkan markmann og það er oft lykillinn hjá þeim. Þegar hann dettur í stuð þá á Austurríki möguleika gegn hverjum sem er,“ segir Aron en hver er lykillinn að því að stöðva þá? „Það þarf að spila góða vörn svo við getum refsað í hraðaupphlaupum. Það sem skiptir máli er að það komi framlag frá mörgum leikmönnum og vonandi stíga einhverjir nýir upp,“ segir Aron og ekki veitir af þar sem mannskapurinn er orðinn ansi laskaður. „Arnór Atla er spurningamerki. Aron Pálmars tók því rólega í dag. Þórir er betri en hann var í gær. Það er ekki útilokað að við gerum breytingar á hópnum en fyrst verðum við að sjá stöðuna á Arnóri betur.“ EM 2014 karla Tengdar fréttir Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld? Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku. 18. janúar 2014 09:00 Aron Pálmars: Við erum með frábært sjúkraþjálfarateymi Aron Pálmarsson fékk frí frá æfingum í gær enda er hann ekki í neinu standi til þess að æfa. Hann varð fyrir enn frekari meiðslum í leiknum gegn Spáni. 18. janúar 2014 07:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Þeir eru fæddir með viku millibili árið 1972. Þeir spiluðu saman með landsliðinu á sínum tíma. Annar þjálfaði lið Hauka og hinn tók við af honum. Þeir mætast nú með landslið Íslands og Austurríkis í milliriðlakeppni EM í Danmörku. „Auðvitað er það sérstakt að spila á móti Íslandi. Ég spilaði marga leiki fyrir Ísland og spilaði með mörgum þessara stráka. Ég þarf einhvern veginn að tækla þetta. Mitt verkefni er Austurríki þennan klukkutíma og svo mun ég halda áfram að styðja Ísland. Aron er vinur minn og frábær þjálfari. Ég hef ekki trú á því að við lendum í einhverri rimmu á hliðarlínunni,“ segir Patrekur en hann ætlar að sjálfsögðu að syngja íslenska þjóðsönginn og hann trúir því ekki að nokkur maður verði fúll út í hann ef Austurríki vinnur leikinn. „Ég vinn bara mína vinnu en er Íslendingur. Það væri skandall ef ég myndi ekki leggja mig fram. Svona er þetta bara. Ég gleðst yfir því að Ísland sé komið áfram og ég gleðst enn meira yfir því að Austurríki sé komið áfram. Við höfum náð því að vera á meðal tólf efstu í þessu móti með átta eða níu menn úr austurrísku deildinni. Ég er virkilega stoltur og ánægður með okkar árangur,“ segir Patrekur en árangur hans með þetta austurríska lið hefur vakið athygli víða. Liðið lagði Tékka með tíu mörkum í mótinu, spilaði fínan leik gegn Dönum og tapaði svo naumlega í hörkuleik gegn Makedóníu. „Við vorum svekktir með Makedóníuleikinn og áttum skilið að vinna þann leik. Það hefur verið mikil vinna að búa til hörkulið hérna og ég er ánægður með þessa stráka.“ Eðlilega þekkir Patrekur íslenska liðið út og inn og veit hvað þarf að varast. „Styrkur íslenska liðsins er þessi gríðarlega samheldni og ég veit að þetta eru sigurvegarar. Þetta verður gaman og vonandi náum við að spila flottan leik.“ Aron er einnig spenntur að mæta sínum gamla félaga og vini. „Þetta verður virkilega skemmtilegt. Hann er að gera flotta hluti með þetta lið og það verður bara gaman að mæta honum,“ segir Aron og brosir. „Við viljum báðir vinna og verðum svo aftur vinir eftir leik.“ Ísland og Austurríki hafa mæst þrisvar sinnum síðustu misseri og þekkjast því mjög vel. Síðast helgina fyrir EM í Þýskalandi og þá vann Ísland frekar sannfærandi sigur. Mótspyrnan verður örugglega meiri í dag enda er lið Austurríkis þekkt fyrir að gefast aldrei upp. „Þetta er gott lið og með nokkra klóka leikmenn sem hafa mikla reynslu. Þeir eru með virkilega sterkan markmann og það er oft lykillinn hjá þeim. Þegar hann dettur í stuð þá á Austurríki möguleika gegn hverjum sem er,“ segir Aron en hver er lykillinn að því að stöðva þá? „Það þarf að spila góða vörn svo við getum refsað í hraðaupphlaupum. Það sem skiptir máli er að það komi framlag frá mörgum leikmönnum og vonandi stíga einhverjir nýir upp,“ segir Aron og ekki veitir af þar sem mannskapurinn er orðinn ansi laskaður. „Arnór Atla er spurningamerki. Aron Pálmars tók því rólega í dag. Þórir er betri en hann var í gær. Það er ekki útilokað að við gerum breytingar á hópnum en fyrst verðum við að sjá stöðuna á Arnóri betur.“
EM 2014 karla Tengdar fréttir Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld? Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku. 18. janúar 2014 09:00 Aron Pálmars: Við erum með frábært sjúkraþjálfarateymi Aron Pálmarsson fékk frí frá æfingum í gær enda er hann ekki í neinu standi til þess að æfa. Hann varð fyrir enn frekari meiðslum í leiknum gegn Spáni. 18. janúar 2014 07:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld? Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku. 18. janúar 2014 09:00
Aron Pálmars: Við erum með frábært sjúkraþjálfarateymi Aron Pálmarsson fékk frí frá æfingum í gær enda er hann ekki í neinu standi til þess að æfa. Hann varð fyrir enn frekari meiðslum í leiknum gegn Spáni. 18. janúar 2014 07:00