Aron: Við ætlum að reyna að vinna þennan leik Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:00 Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2014 karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2014 karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira