Snorri Steinn: Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn. EM 2014 karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn.
EM 2014 karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira