Einlæg saga í eftirvinnslusúpu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 13:00 Ég ber nýfundna virðingu fyrir Ben okkar Stiller. The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp