Skilnaðir ársins: Ástin dó árið 2014 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2014 14:00 Ástin endist ekki alltaf og stundum skilja leiðir fólks. Það sama er uppi á teningnum í stjörnuheimum og voru þau þónokkur stjörnupörin sem skildu á árinu. Melanie Griffith og Antonio Banderas Margir héldu að þetta hjónaband myndi halda að eilífu en Melanie sótti um skilnað þann 6. júní eftir átján ára hjónaband með Antonio. Saman eiga þau dótturina Stellu, átján ára, og skildu í góðu.Casper Smart og Jennifer Lopez Ástin dó hjá J. Lo og dansaranum Casper eftir tveggja og hálfs árs samband. Tim Burton og Helena Bonham Carter Leikstjórinn og leikkonan kynntust á setti myndarinnar Planet of the Apes árið 2001 og unnu saman að fjölmörgum myndum á þeim ellefu árum sem þau voru saman. Þau gengu aldrei í hjónaband en tilkynntu það rétt fyrir jól að þau væru hætt saman. Þau eiga tvö börn saman, soninn Billy, ellefu ára, og dótturina Nell, sjö ára.Gwyneth Paltrow og Chris Martin Stjörnuhjónin bjuggu til nýjan frasa þegar þau skildu: „conscious uncoupling“ sem mætti þýða sem meðvitaður skilnaður. Gwyneth tilkynnti um skilnaðinn á vefsíðunni sinni GOOP í mars en þau Chris voru gift í tíu ár. Þau eiga tvö börn saman og eru enn góðir vinir.Robin Thicke og Paula Patton Parið skildi eftir níu ár saman eftir að háværar sögusagnir um ótryggð söngvarans tröllriðu öllu. Hann ákvað síðan að gefa út plötuna Paulu til að reyna að heilla leikkonuna á ný en það gekk ekki.Mariah Carey og Nick Cannon Sex ára hjónaband Mariuh og Nicks tók enda á árinu og var það ljóst þegar söngkonan spókaði sig um án giftingarhringsins í ágúst.Bruce og Kris Jenner Raunveruleikastjörnurnar gengu í það heilaga árið 1991 en í ár ákváðu þau að skilja.Kate Hudson og Matthew Bellamy Kate og Matthew trúlofuðu sig árið 2011 en í desember skildu leiðir þeirra sem kom mörgum í opna skjöldu. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Ástin endist ekki alltaf og stundum skilja leiðir fólks. Það sama er uppi á teningnum í stjörnuheimum og voru þau þónokkur stjörnupörin sem skildu á árinu. Melanie Griffith og Antonio Banderas Margir héldu að þetta hjónaband myndi halda að eilífu en Melanie sótti um skilnað þann 6. júní eftir átján ára hjónaband með Antonio. Saman eiga þau dótturina Stellu, átján ára, og skildu í góðu.Casper Smart og Jennifer Lopez Ástin dó hjá J. Lo og dansaranum Casper eftir tveggja og hálfs árs samband. Tim Burton og Helena Bonham Carter Leikstjórinn og leikkonan kynntust á setti myndarinnar Planet of the Apes árið 2001 og unnu saman að fjölmörgum myndum á þeim ellefu árum sem þau voru saman. Þau gengu aldrei í hjónaband en tilkynntu það rétt fyrir jól að þau væru hætt saman. Þau eiga tvö börn saman, soninn Billy, ellefu ára, og dótturina Nell, sjö ára.Gwyneth Paltrow og Chris Martin Stjörnuhjónin bjuggu til nýjan frasa þegar þau skildu: „conscious uncoupling“ sem mætti þýða sem meðvitaður skilnaður. Gwyneth tilkynnti um skilnaðinn á vefsíðunni sinni GOOP í mars en þau Chris voru gift í tíu ár. Þau eiga tvö börn saman og eru enn góðir vinir.Robin Thicke og Paula Patton Parið skildi eftir níu ár saman eftir að háværar sögusagnir um ótryggð söngvarans tröllriðu öllu. Hann ákvað síðan að gefa út plötuna Paulu til að reyna að heilla leikkonuna á ný en það gekk ekki.Mariah Carey og Nick Cannon Sex ára hjónaband Mariuh og Nicks tók enda á árinu og var það ljóst þegar söngkonan spókaði sig um án giftingarhringsins í ágúst.Bruce og Kris Jenner Raunveruleikastjörnurnar gengu í það heilaga árið 1991 en í ár ákváðu þau að skilja.Kate Hudson og Matthew Bellamy Kate og Matthew trúlofuðu sig árið 2011 en í desember skildu leiðir þeirra sem kom mörgum í opna skjöldu.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira