Innlent

Hellisheiði og Hvalfjarðarvegur aftur opin

Atli Ísleifsson skrifar
Snjóþekja eða hálka er á Norður- og Austurlandi og sumstaðar éljar.
Snjóþekja eða hálka er á Norður- og Austurlandi og sumstaðar éljar. Vísir/Auðunn
Búið að opna Hellisheiði en þar er snjóþekja og þoka en greiðfært er í Þrengslum og Sandskeiði. Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Vesturlandi sé flughált í Borgarfirðinum. „Búið að opna Hvalfjörðinn og er hann flugháll. Óveður og flughálka á Holtavörðuheiði. Einnig er flughálka frá Búðardal að Bröttubrekku og frá Hvammstanga að Vatnsdal sem og frá Blönduósi að Skagaströnd en hálka og snjóþekja og sumstaðar skafrenningur. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en hálka á Þröskuldum. Flughálka er frá Patreksfirði að Kettshálsi. Ófært og stórhríð er á Hálfdáni, Milkladal og Kleifaheiði. Snjóþekja er frá Brjánslæk að Hjallahálsi.

Snjóþekja eða hálka er á Norður- og Austurlandi og sumstaðar éljar. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. þæfingsfærð er frá Víkurskarði að Grenivík.

Oddskarð og Fjarðarheiði er þungfært. Vatnskarð eystra ófært með óveðri.

Á Suðausturlandi er hálka, krapi, snjókoma og éljagangur og mjög víða.

ATH Flughált, hvassviðri og mjög erfitt færi frá Vík austur að Djúpavogi og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á þessum slóðum að nauðsynjalausu, ekkert ferðaveður. Flughált á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×