Körfubolti

Rockets lagði Grizzlies í Memphis | Ellefu leikir í NBA í nótt

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Harden var óstöðvandi í nótt
Harden var óstöðvandi í nótt vísir/ap
James Harden fór á kostum þegar Houston Rockets lagði Memphis Grizzlies í framlengdum leik í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt 117-111.

Harden skoraði 32 stig gaf 10 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 3 skot en Josh Smith lék fyrsta leik sinn fyrir Rockets og sýndi að hann ætti að getað hjálpað liðinu nokkuð.

Smith skoraði 21 stig af bekknum og tók 8 fráköst. Trevor Ariza skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en Dwight Howard mátti sín lítils í baráttunni gegn Marc Gasol. Howard skoraði 6 stig og var í villuvandræðum í leiknum en hann náði þó að taka 11 fráköst.

Gasol skoraði 29 stig fyrir Grizzlies og Beno Udrih 17.

Kenneth Faried náð sannkallaðari tröllatvennu þegar Denver Nuggets lagði Minnesota Timberwolves 106-102 í Denver. Faried skoraði 26 stig og tók 25 fráköst.

LeBron James fór fyrir Cleveland Cavaliers sem lék án Kyrie Irving í nótt í Orlando. James skoraði 29 stig þegar Cavaliers lagði Orlando Magic 98-89. Kevin Love skoraði 22 stig.



Öll úrslit næturinnar:

Boston Celtics – Brooklyn Nets 107-109

Orlando Magic – Cleveland Cavaliers 89-98

Atlanta Hawks – Milwaukee Bucks 77-107

Detroit Pistons – Indiana Pacers 119-109

Memphis Grizzlies – Houston Rockets 111-117

New Orleans Pelicans – San Antonio Spurs 97-90

Oklahoma City Thunder – Charlotte Hornets 98-75

Dallas Mavericks – Los Angeles Lakers 102-98

Denver Nuggets – Minnesota Timberwolves 106-102

Portlands Trail Blazers – Philadelphia 76ers 114-93

Sacramento Kings – Phoenix Suns 106-115

Ofurleikur Kenneth Faried: Jared Dudley hitti alltaf: Tíu bestu tilþrif næturinnar:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×