Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 13:31 Norðurskautið. vísir/ap Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli. Loftslagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli.
Loftslagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira