Innlent

Flughálka að myndast þar sem þjappaður snjór og klaki er fyrir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ófært er á milli Stykkishólms og Grundafjarðar.
Ófært er á milli Stykkishólms og Grundafjarðar. Vísir/GVA
Búast má við því að flughálka myndist þar sem þjappaður snjór eða klaki er fyrir á vegum en nú hlánar hratt með hlýjum loftmassa og talsverðum sunnanvindi. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Þar segir einnig að á búast megi við stormi og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu á norðanverðu Snæfellsnesi. Ófært er á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.

Í kvöld er svo gert ráð fyrir rigningu og að það bæti enn frekar í hlákuna.

Nánari upplýsingar um færð og aðstæður frá Vegagerðinni:

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er á Þingskálavegi en þungfært efst á Skeiðavegi og Landvegi.

Á Snæfellsnesi er ófært á milli Stykkishólmar og Grundafjarðar annars er flughálka mjög víða á Norðanverðu Snæfellsnesi, Útnesvegi og á Fróðárheiði. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Vesturlandi. Þæfingur og skafrenningur á Bröttubrekku.

Flughálka er á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum en þæfingur á Mikladal. Hálka á Kleifaheiði og Hálfdán.

Á Norðvesturlandi er flughált frá Blönduósi og inn Langadal annars er hálka eða snjóþekja á vel flestum leiðum. Þæfingur er á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er þæfingur á Grenivíkurvegi en þungfært og óveður er frá Þelamörk út að Hjalteyri. Þungfært er á Hólasandi annars er hálka eða snjóþekja á vel flestum vegum.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austur- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×