Landsliðsþjálfarinn Helena Sverrisdóttir: Nýtt hlutverk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 19:00 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Valli Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti