Fótbolti

Basel gerði grín að Liverpool á Instagram

Instagram-myndin umdeilda sem síðar var fjarlægð.
Instagram-myndin umdeilda sem síðar var fjarlægð.
Fólkið hjá Basel missti sig í gleðinni í gær eftir að liðið þeirra sló Liverpool út úr Meistaradeildinni.

Leikur liðanna á Anfield í gær fór 1-1 og Basel komst því í sextán liða úrslit keppninnar á meðan Liverpool þarf að gera sér að góðu að spila í Evrópudeildinni.

Í sigurvímunni í gær stóðst umsjónarmaður Instagram-síðu félagsins ekki mátið að skjóta aðeins á Liverpool. Hann birti myndina sem má sjá hér að ofan á síðunni.

Þar má sjá bugaðan Liverpool-mann í örmum Chelsea og Tottenham-manns. Basel var þar að vitna í að félagið væri búið að afgreiða þessi þrjú ensku félög á síðustu tveim árum.

Þó svo mörgum hafi þótt grínið gott þá er ekki mikill íþróttaandi í því að gera grín að andstæðingnum. Fór því svo að myndin var fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×