Fótbolti

Messi, Neymar og Suárez skoruðu allir í sigri Barca | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Börsungar kláruðu sitt í kvöld.
Börsungar kláruðu sitt í kvöld. Vísir/Getty
Barcelona hafði betur gegn Paris Saint-Germain, 3-1, í úrslitaleik liðanna um efsta sætið í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

PSG skoraði á undan og það var sjálfur Zlatan Ibrahimovic sem gerði það. Svíinn skoraði með skoti úr teignum og fagnaði vel og innilega gegn sínum gömlu félögum.

En þá var komið að framherjatríóinu magnaða hjá Barcelona. Lionel Messi var fyrstur á mælendaskrá, en hann jafnaði metin á 19. mínútu og þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom Neymar Börsungum yfir með fallegu mark, 2-1.

Luis Suárez skoraði svo annað mark sitt fyrir Barcelona í Meistaradeildinni á 77. mínútu og tryggði Barcelona sigurinn, 3-1.

Þetta er níunda tímabilið í röð sem Barcelona vinnur sinn riðil í Meistaradeildinni, en PSG fer áfram í öðru sæti. Ajax vann AOPEL, 4-0, og fer í Evrópudeildina.

Zlatan kemur PSG í 0-1: Lionel Messi jafnar fyrir Barcelona, 1-1: Neymar kemur Barcelona í 2-1: Luis Suárez skorar þriðja mark Barcelona, 3-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×