Frá þriggja stiga línunni á hliðarlínuna - Kerr aftur hluti af 72-10 leiktíð? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 13:45 Steve Kerr var frábær þriggja skytta og virðist álíka góður þjálfari. vísir/getty Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“ NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti