Innlent

Börn óhult í skólunum: Mikilvægt að ana ekki út í neina óvissu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Foreldrar eru farnir að sækja börnin sín í Foldaskóla í Grafarvoginum.
Foreldrar eru farnir að sækja börnin sín í Foldaskóla í Grafarvoginum. vísir/pjetur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna rofs á skólastarfi. Þar kemur fram að börn séu óhult í skólunum þar til aðstandendur komast til að ná í þau.

Það sé því mikilvægt að ana ekki út í neina óvissu.

Vonskuveður er á suðvestanverðu landinu og eru nú allar aðalleiðir til og frá Reykjavík lokaðar. 

Foreldrar og forráðamenn voru í morgun beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana í lok dags þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.

Veðrið er hræðilegt á höfuðborgarsvæðinu í dag og keppast foreldrar við það að sækja börnin sín í skólann.vísir/pjetur
Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur. Á Kjalarnesi frá Þingvallarafleggjara upp í göng er búið að loka og sömuleiðis er vegurinn lokaður frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Suðurstrandavegi hefur einnig verið lokaður.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er blindbylur og ekkert ferðaveður og ekki ljóst hvenær Reykjanesbrautin verður opnuð að nýju.


Tengdar fréttir

Byrjað að aflýsa innanlandsflugi

Ekki er útlit fyrir að flogið verði meira frá Reykjavíkurflugvelli í dag, að sögn talsmanns Flugfélags Íslands.

Mikill vatnsleki í Hörpu

Vatn flæddi um stór svæði í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í nótt. Viðvörunarkerfi í tónleika- og ráðstefnuhúsinu Hörpu gáfu til kynna að þar væri vatn farð að leka um. Þetta var um hálf fjögur leitið og þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang skömmu síðar kom í ljós að vatn hafði flætt um nokkur hundruð fermetra svæði á fjórðu hæð yfir salnum Silfurbergi.

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×