
„Flugmaðurinn tók þá ákvörðun að lenda ekki og fljúga áfram,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir flugvöllinn vera opinn en að það sé ákvörðun hvers og eins flugmanns um hvort lent sé.
„easyJet getur staðfest að flug EZY863 frá Luton til Reykjavíkur 16. desember var snúið til Inverness, Skotlandi, vegna varhugaverðra veðuraðstæðna á Íslandi,“ segir í svari easyJet við fyrirspurn Vísis. „Öryggi og velferð farþega okkar og starfsmanna er alltaf í hæsta forgangi.“

Tvær flugvélar WOW air hafa lent á flugvellinum síðastliðna klukkustund og því ljóst að ekki er ógerlegt að lenda. Allar vélar WOW air sem áttu að lenda og taka á loft í Keflavík í dag eru lentar. Í morgun fengust þær upplýsingar frá Icelandair að ekki hafi verið hætt við nein flug félagsins í dag.
Guðni segir að einni annarri flugvél hafi verið snúið við.