Innlent

Hellisheiði og Þrengsli opnuð á ný

Bjarki Ármannsson skrifar
Slæm færð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í allan dag.
Slæm færð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í allan dag. Mynd/Andri Jónsson
Búið er að opna Hellisheiðina og Þrengslin á ný, en þar er þó enn hálka.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálkublettir séu á Reykjanesbraut, á Grindavíkurveg og undir Hafnarfjall.

„Hálka eða snjóþekja er á Snæfellsnesi en ófært er á Fróðárheiði. Hálka er á Bröttubrekku en snjóþekja og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Annars er hálka eða snjóþekja.

Á Vestfjörðum, stórhríð er á Klefaheiði, Mikladal og Hálfdáni - og vegur ófær. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Klettsháls og þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði.  Annars staðar er snjóþekja eða hálka.

Það er snjóþekja og hálka á flestum vegum á Norðurlandi en flughálka er í Langadal og frá Sauðárkrók að Hófsósi og þar er einnig óveður.  Þæfingsfærð er í Húnavatnssýslum og á Skagastrandarvegi. Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli og á Vatnsskarði og ófært á Öxnadalsheiði. Ófært og óveður er á Fljótsheiði. Snjóþekja og stórhríð er á Víkurskarði. Vegurinn um Dalsmynni er lokaður. Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum einnig á Vopnafjarðarheiði.

Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fagradal og þungfært á Oddskarði. Ófært er á Fjarðarheiði annars er snjóþekja eða hálka og snjókoma á velflestum vegum á Austur- og Suðausturlandi. Frá Kirkjubæjarklaustri að Vík er þæfingsfærð,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Björgunarsveit aðstoðar ökumenn undir Hafnarfjalli

Nokkrar björgunarsveitir á Suðvesturhorninu eru nú að störfum. Á Suðurnesjum sinna þær ófærðaraðstoð en nokkrir ökumenn hafa lent í vandræðum þar, m.a. við afleggjarann að Bláa Lóninu.

Ófært í efri byggðum Kópavogs

Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju.

Stofnbraut opnuð í Kópavogi

Fífuhvammsvegur hefur verið opnaður á ný og því er stofnbraut upp í Vatnsendahverfi (Fífuhvammsvegur/Arnarnesvegur/Vatnsendavegur) opin.

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×