Innlent

Fjölskylduhjálp Íslands í leit að moksturshetjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðkoma að húsakynnum Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli 14 er afar erfið vegna snjómagns.
Aðkoma að húsakynnum Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli 14 er afar erfið vegna snjómagns. Vísir/GVA
„Ég er búin að hringja út um allt og reyna að fá fólk til að hreinsa planið,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Von er á fjölmörgum sendingum í húsakynni hjálparinnar í Iðufelli 14 í Breiðholti í dag vegna úthlutana sem framundan eru bæði í dag og svo á föstudaginn þegar jólaaðstoð fer fram.

Aðspurð segir Ásgerður Jóna að hvorki fáist aðstoð frá Vegagerðinni eða Reykjavíkurborg. Hún þurfi að reiða sig á hjálp annarra. Von sé til dæmis á heilu tonni af sykri í dag en færðin sé slík að afar erfitt sé að koma vörunum inn í hús. Sömuleiðis muni reynast erfitt fyrir fólk að sækja aðstoð.

„Ég er í leit að hetju,“ segir Ásgerður sem bíður við símann (892-9603) hafi einhver tök á að veita henni aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×