Team America tekin úr sýningu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2014 10:10 Talið er að Norður-Kórea hafi komið að árásinni á tölvukerfi Sony. Vísir/AFP Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45
Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19