Valgarð og Sif valin fimleikafólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 15:00 Sif Pálsdóttir vann silfur á EM með íslenska hópfimleikalandsliðinu. Vísir/Valli Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum. Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sjá meira
Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum.
Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sjá meira