Milljónir í boði fyrir góða mynd af Beyonce og Jay Z Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2014 17:45 Beyonce og Jay Z eru einhver eftirsóttustu myndefni heims og nú eru ljósmyndarar á Íslandi gráir fyrir járnum. AFP Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira