Durant tapaði í endurkomunni | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 07:05 Vísir/AP Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97 NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins