Durant tapaði í endurkomunni | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 07:05 Vísir/AP Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira