Körfubolti

Ellefti sigur Golden State í röð | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrew Bogut treður í leiknum í nótt.
Andrew Bogut treður í leiknum í nótt. Vísir/AP
Fátt virðist geta stöðvað Golden State Warriors í NBA-deildinni þessa dagana en liðið vann í nótt sinn ellefta sigur í röð er liðið lagði New Orleans Pelicans að velli, 112-85.

Fáir hafa spilað betur en Stephen Curry í deildinni í vetur en hann var með nítján stig og ellefu stoðsendingar í nótt. Klay Thompson bætti við 23 stigum.

Golden State hefur unnið sextán af átján leikjum sínum til þessa á tímabilinu og er með besta árangur allra liða í deildinni. Ellefu leikja sigurganga liðsins er einnig félagsmetjöfnun.

Anthony Davis var með 30 stig og fimmtán fráköst fyrir New Orleans í leiknum.

Cleveland vann New York, 90-87, þar sem Kyrie Irving fór á kostum og skoraði 37 stig fyrir gestina, þar af körfu þegar tíu sekúndur voru eftir og gerði út um leikinn.

LeBron James reyndist einnig drjúgur á lokasprettinum er hann skoraði fimm stig í röð. Hann var með alls nítján stig og tólf stoðsendingar.

Carmelo Anthony átti hins vegar ekki góðan leik en hann nýtti aðeins fjögur af nítján skotum sínum í leiknum og klikkaði á þriggja stiga körfu á allra síðustu sekúndum leiksins.

Portland vann Indiana, 88-82. LaMarcus Aldridge var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var þriðji sigur Portland í röð. Rodney Stuckey skoraði sextán stig fyrir Indiana sem hefur nú tapað þremur í röð.

Úrslit næturinnar:

New York - Cleveland 87-90

Portland - Indiana 88-82

Golden State - New Orleans 112-85

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×