Uber bannað í Taílandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 11:45 Þjónusta Uber er margvísleg en hægt er að panta far með venjulegum bíl og lúxusbílum. Vísir / Getty Images Leigubílaþjónustan Uber hefur nú verið bönnuð í Taílandi. Samgönguyfirvöld í landinu segja að ökumenn fyrirtækisins hafi ekki leyfi til að keyra í atvinnuskini og greiðsluleiðin sem notuð er hjá Uber sé ekki í samræmi við reglugerðir sem gilda í landinu, samkvæmt Reuters. Vísir sagði frá því í gær að stjórnvöld í Nýju Delí á Indlandi hefðu tekið samskonar ákvörðun eftir að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var kærður fyrir að nauðga kvenkyns farþega. Bannið þar í landi nær til allra leigubílaþjónusta sem starfa eins og Uber, í gegnum netið, án sérstakrar skráningar hjá yfirvöldum.Greint var frá því í gær að Uber væri að undirbúa að hefja starfsemi hér á landi. Fyrirtækið er nú þegar með starfsemi í 51 landi í heiminum, þar á meðal á Norðurlöndunum. Starfsemi Uber er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Uber bíður upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum. Tengdar fréttir Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Leigubílaþjónustan Uber hefur nú verið bönnuð í Taílandi. Samgönguyfirvöld í landinu segja að ökumenn fyrirtækisins hafi ekki leyfi til að keyra í atvinnuskini og greiðsluleiðin sem notuð er hjá Uber sé ekki í samræmi við reglugerðir sem gilda í landinu, samkvæmt Reuters. Vísir sagði frá því í gær að stjórnvöld í Nýju Delí á Indlandi hefðu tekið samskonar ákvörðun eftir að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var kærður fyrir að nauðga kvenkyns farþega. Bannið þar í landi nær til allra leigubílaþjónusta sem starfa eins og Uber, í gegnum netið, án sérstakrar skráningar hjá yfirvöldum.Greint var frá því í gær að Uber væri að undirbúa að hefja starfsemi hér á landi. Fyrirtækið er nú þegar með starfsemi í 51 landi í heiminum, þar á meðal á Norðurlöndunum. Starfsemi Uber er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Uber bíður upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum.
Tengdar fréttir Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06