Barbie-dúkka með „eðlilegar línur“ og appelsínuhúð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 10:52 Lammily-dúkkan á að vera eðlileg að sögn hönnuðarins. Myndir/Lammily Nú er dúkka komin á markað sem á að sýna hvernig konur eru í raun og veru. Hönnuðurinn Nickolay Lamm hefur nú fengið hinar svokölluðu Lammily-dúkkur afhentar úr verksmiðjunni og selur þær í gegnum vefsíðu sína. Markmið Lamm með dúkkunum er að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. „Ég vil sýna börnum að raunveruleikinn getur verið „kúl“,“ segir hann í viðtali við Time. Lammily-dúkkurnar eiga að sýna hvernig Barbie myndi líta út ef hún væri með „eðlilegar línur“. Lamm byggði líkamsbyggingu Lammily-dúkkunnar á tölfræði frá landlæknisembætti Bandaríkjanna. Hann vill sýna hvernig meðalkonan lítur út. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með dúkkunni og gefa dúkkunni þannig freknur, bólur og appelsínuhúð. Einnig er hægt að líma húðflúr og slit á dúkkuna. „25 til 30 prósent fólks mun örugglega segja að þessir límmaðar séu rugl, en ég trúi því að meirihluti fólks telji þá vera góða hugmynd,“ segir hönnuðurinn.Lamm safnaði fyrir framleiðslu dúkkunnar í gegnum hópfjármögnun á netinu. Hann setti sér það markmið að ná 11 milljónum króna. En hugmynd hans sló rækilega í gegnu og náði hann að safna rúmlega 60 milljónum. Hægt er að panta dúkkuna á vefsíðunni Lammily.com.Hér er Lammily dúkkan í gallaskyrtu. Ósköp venjuleg.Lammily með tattú.Hægt er að fá límmiða með appelsínuhúð. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nú er dúkka komin á markað sem á að sýna hvernig konur eru í raun og veru. Hönnuðurinn Nickolay Lamm hefur nú fengið hinar svokölluðu Lammily-dúkkur afhentar úr verksmiðjunni og selur þær í gegnum vefsíðu sína. Markmið Lamm með dúkkunum er að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. „Ég vil sýna börnum að raunveruleikinn getur verið „kúl“,“ segir hann í viðtali við Time. Lammily-dúkkurnar eiga að sýna hvernig Barbie myndi líta út ef hún væri með „eðlilegar línur“. Lamm byggði líkamsbyggingu Lammily-dúkkunnar á tölfræði frá landlæknisembætti Bandaríkjanna. Hann vill sýna hvernig meðalkonan lítur út. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með dúkkunni og gefa dúkkunni þannig freknur, bólur og appelsínuhúð. Einnig er hægt að líma húðflúr og slit á dúkkuna. „25 til 30 prósent fólks mun örugglega segja að þessir límmaðar séu rugl, en ég trúi því að meirihluti fólks telji þá vera góða hugmynd,“ segir hönnuðurinn.Lamm safnaði fyrir framleiðslu dúkkunnar í gegnum hópfjármögnun á netinu. Hann setti sér það markmið að ná 11 milljónum króna. En hugmynd hans sló rækilega í gegnu og náði hann að safna rúmlega 60 milljónum. Hægt er að panta dúkkuna á vefsíðunni Lammily.com.Hér er Lammily dúkkan í gallaskyrtu. Ósköp venjuleg.Lammily með tattú.Hægt er að fá límmiða með appelsínuhúð.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira