Stefán dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2014 15:28 Stefán þarf að greiða 50 milljóna króna skuld við Landsbankann. vísir/gva Stefán Kjærnested var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna. Málið er komið til vegna sjálfskuldarábyrgðar er Stefán tókst á hendur gagnvart Landsbanka Íslands hf. vegna láns bankans til Húsaleigu ehf. að upphæð 80 milljónum króna. Félagið var í eigu Stefáns en það var úrskurðað gjaldþrota í febrúar. Lánið var svokallað fjölmyntalán til fimm ára og sagði í lánssamningi, sem undirritaður var 30. ágúst 2007 að lánið væri veitt í eftirgreindum myntum og hlutföllum: CHF 70% og JPY 30%. Lánið átti að greiðast með 60 mánaðarlegum afborgunum með lokagjalddaga 10. september 2012. Eins og fyrr segir þarf Stefán að greiða bankanum 50 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Einnig þarf hann að greiða bankanum 500 þúsund krónur í málskostnað. Sjá einnig: Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Vörn Stefáns í málinu snéri að því að krafa bankans yrði látin niður falla vegna fyrningar, að öllu leyti eða hluta, enda reiknist fyrningarfrestur krafna sem stofnist vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningur sé vanefndur, en ekki hafi verið greitt af kröfu stefnanda síðan í september 2008 og almennur frestur kröfuréttinda sé fjögur ár. Fram kemur einnig í vörn Stefáns að rekstur fyrirtækisins Húsaleiga ehf. hafi hrunið í október 2008 og þá hafi hann orðið eignalaus. Stefán hafi því ekki haft neitt svigrúm til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni. Því fór hann fram á það að verða sýknaður af kröfu Landsbankans.Í apríl 2007 hótaði Stefán því að fara í mál við Ísland í dag vegna umfjöllunar um aðbúnað erlendra verkamanna hér á landi og leiguhúsnæði sem þeir bjuggu í á vegum Húsaleigu ehf. Var skorað á ritstjóra Íslands í dag að hætta áframhaldandi umfjöllun um Húsaleigu ehf og forsvarsmenn til að baka sér ekki auknar refs- og skaðabótakröfur í fyrirhuguðu dómsmáli. Dómsmálið var aldrei höfðað. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. 10. júlí 2006 20:11 Ætlar í mál við Ísland í dag Stefán Kjærnested, forsvarsmaður Húsaleigu ehf., sendi í gær frá sér tilkynningu um að félagið hefði falið lögmönnum sínum að höfða mál á hendur dægurþættinum Íslandi í dag vegna meiðyrða. 25. apríl 2007 06:00 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20 Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sjá meira
Stefán Kjærnested var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna. Málið er komið til vegna sjálfskuldarábyrgðar er Stefán tókst á hendur gagnvart Landsbanka Íslands hf. vegna láns bankans til Húsaleigu ehf. að upphæð 80 milljónum króna. Félagið var í eigu Stefáns en það var úrskurðað gjaldþrota í febrúar. Lánið var svokallað fjölmyntalán til fimm ára og sagði í lánssamningi, sem undirritaður var 30. ágúst 2007 að lánið væri veitt í eftirgreindum myntum og hlutföllum: CHF 70% og JPY 30%. Lánið átti að greiðast með 60 mánaðarlegum afborgunum með lokagjalddaga 10. september 2012. Eins og fyrr segir þarf Stefán að greiða bankanum 50 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Einnig þarf hann að greiða bankanum 500 þúsund krónur í málskostnað. Sjá einnig: Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Vörn Stefáns í málinu snéri að því að krafa bankans yrði látin niður falla vegna fyrningar, að öllu leyti eða hluta, enda reiknist fyrningarfrestur krafna sem stofnist vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningur sé vanefndur, en ekki hafi verið greitt af kröfu stefnanda síðan í september 2008 og almennur frestur kröfuréttinda sé fjögur ár. Fram kemur einnig í vörn Stefáns að rekstur fyrirtækisins Húsaleiga ehf. hafi hrunið í október 2008 og þá hafi hann orðið eignalaus. Stefán hafi því ekki haft neitt svigrúm til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni. Því fór hann fram á það að verða sýknaður af kröfu Landsbankans.Í apríl 2007 hótaði Stefán því að fara í mál við Ísland í dag vegna umfjöllunar um aðbúnað erlendra verkamanna hér á landi og leiguhúsnæði sem þeir bjuggu í á vegum Húsaleigu ehf. Var skorað á ritstjóra Íslands í dag að hætta áframhaldandi umfjöllun um Húsaleigu ehf og forsvarsmenn til að baka sér ekki auknar refs- og skaðabótakröfur í fyrirhuguðu dómsmáli. Dómsmálið var aldrei höfðað.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. 10. júlí 2006 20:11 Ætlar í mál við Ísland í dag Stefán Kjærnested, forsvarsmaður Húsaleigu ehf., sendi í gær frá sér tilkynningu um að félagið hefði falið lögmönnum sínum að höfða mál á hendur dægurþættinum Íslandi í dag vegna meiðyrða. 25. apríl 2007 06:00 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20 Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sjá meira
Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. 10. júlí 2006 20:11
Ætlar í mál við Ísland í dag Stefán Kjærnested, forsvarsmaður Húsaleigu ehf., sendi í gær frá sér tilkynningu um að félagið hefði falið lögmönnum sínum að höfða mál á hendur dægurþættinum Íslandi í dag vegna meiðyrða. 25. apríl 2007 06:00
Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20