Leitað að góðum heimilum fyrir bíóhunda Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 14:30 Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira