Enn tapar Cavaliers | Davis fór á kostum í Utah | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. nóvember 2014 11:00 Ekkert gengur hjá Cavaliers vísir/ap Níu leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt. Enn jókst á vandræði Cleveland Cavaliers sem tapaði fjórða leiknum í röð þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Toronto Raptors. Raptors hefur byrjað tímabilið frábærlega og unnið 11 af 13 leikjum sínum en Cavaliers með LeBron James í broddi fylkingar hefur aðeins unnið fimm af 12 leikjum sínum og nú tapað fjórum leikjum í röð því Raptors vann leik liðanna í nótt 110-93. Cavaliers byrjuðu leikinn vel og voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 34-21 en Raptors snéri leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og var tveimur stigum yfir í hálfleik. Raptors gerðu út um leikinn í seinni hálfleik og átti Cavaliers aldrei möguleika eftir hálfleikinn. Varamaðurinn Louis Williams fór á kostum fyrir Raptors og skoraði 36 stig en hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum. Kyle Lowry skoraði 23 stig og DeMar DeRozan 20.Kevin Love skoraði 23 stig fyrir Cavaliers og Kyrie Irving 21 en LeBron James skoraði aðeins 15 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar.Anthony Davis fór á kostum fyrir New Orleans Pelicans sem skelltu Utah Jazz 106-94 á útivelli. Davis skoraði 43 stig en hann hitti úr 16 af 23 skotum sínum utan af velli og úr 11 af 12 vítaskotum sínum. Hann tók auk þess 14 fráköst. Pelicans hefur unnið sjö af 12 leikjum sínum en Jazz fimm af 14. Gordon Hayward skoraði 31 stig fyrir Jazz. Stórleikur næturinnar var í Houston þar sem heimamenn í Rockets mörðu nágrana sína í Dallas Mavericks 95-92 og það án Dwight Howard. Rockets höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn og Mavericks unnið sex í röð en James Harden sá til þess að Rockets kæmust á sigurbraut á ný þegar hann skoraði fimm af 32 stigum sínum undir lok leiksins.Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Rockets en Monta Ellis var stigahæstur hjá Mavericks með 17 stig. Miklu munaði um að Dirk Nowitzki náði sér ekki á strik en hann skoraði aðeins 11 stig úr 18 skotum utan af velli. Hann hitti ekki úr neinu af 8 þriggja stiga skotum sínum sem er mjög óvenjulegt fyrir Þjóðverjann öfluga.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Phoenix Suns 83-106 Orlando Magic – Miami Heat 92-99 Cleveland Cavaliers – Toronto Raptors 93-110 New York Knicks – Philadelphia 76ers 91-83 Houston Rockets – Dallas Mavericks 95-92 Minnesota Timberwolves – Sacramento Kings 101-113 Milwaukee Bucks – Washington Wizards 100-111 San Antonio Spurs – Brooklyn Nets 99-87 Utah Jazz – New Orleans Pelicans 94-106Davis og stigin 43: Nýliðinn Andrew Wiggins setur niður 29 stig: Duncan með sendingu yfir allan völlin: Cavaliers - Raptors: Rockets - Mavericks: NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Níu leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í nótt. Enn jókst á vandræði Cleveland Cavaliers sem tapaði fjórða leiknum í röð þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Toronto Raptors. Raptors hefur byrjað tímabilið frábærlega og unnið 11 af 13 leikjum sínum en Cavaliers með LeBron James í broddi fylkingar hefur aðeins unnið fimm af 12 leikjum sínum og nú tapað fjórum leikjum í röð því Raptors vann leik liðanna í nótt 110-93. Cavaliers byrjuðu leikinn vel og voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 34-21 en Raptors snéri leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og var tveimur stigum yfir í hálfleik. Raptors gerðu út um leikinn í seinni hálfleik og átti Cavaliers aldrei möguleika eftir hálfleikinn. Varamaðurinn Louis Williams fór á kostum fyrir Raptors og skoraði 36 stig en hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum. Kyle Lowry skoraði 23 stig og DeMar DeRozan 20.Kevin Love skoraði 23 stig fyrir Cavaliers og Kyrie Irving 21 en LeBron James skoraði aðeins 15 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar.Anthony Davis fór á kostum fyrir New Orleans Pelicans sem skelltu Utah Jazz 106-94 á útivelli. Davis skoraði 43 stig en hann hitti úr 16 af 23 skotum sínum utan af velli og úr 11 af 12 vítaskotum sínum. Hann tók auk þess 14 fráköst. Pelicans hefur unnið sjö af 12 leikjum sínum en Jazz fimm af 14. Gordon Hayward skoraði 31 stig fyrir Jazz. Stórleikur næturinnar var í Houston þar sem heimamenn í Rockets mörðu nágrana sína í Dallas Mavericks 95-92 og það án Dwight Howard. Rockets höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn og Mavericks unnið sex í röð en James Harden sá til þess að Rockets kæmust á sigurbraut á ný þegar hann skoraði fimm af 32 stigum sínum undir lok leiksins.Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Rockets en Monta Ellis var stigahæstur hjá Mavericks með 17 stig. Miklu munaði um að Dirk Nowitzki náði sér ekki á strik en hann skoraði aðeins 11 stig úr 18 skotum utan af velli. Hann hitti ekki úr neinu af 8 þriggja stiga skotum sínum sem er mjög óvenjulegt fyrir Þjóðverjann öfluga.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Phoenix Suns 83-106 Orlando Magic – Miami Heat 92-99 Cleveland Cavaliers – Toronto Raptors 93-110 New York Knicks – Philadelphia 76ers 91-83 Houston Rockets – Dallas Mavericks 95-92 Minnesota Timberwolves – Sacramento Kings 101-113 Milwaukee Bucks – Washington Wizards 100-111 San Antonio Spurs – Brooklyn Nets 99-87 Utah Jazz – New Orleans Pelicans 94-106Davis og stigin 43: Nýliðinn Andrew Wiggins setur niður 29 stig: Duncan með sendingu yfir allan völlin: Cavaliers - Raptors: Rockets - Mavericks:
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins