Ísland í rússneskum spennutrylli Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 16:30 Búið er að frumsýna stiklu úr rússneska vísindatryllinum Calculator. Myndin var tekin upp hér á landi í fyrrasumar, í grennd við Vík í Mýrdal. Unified Media Group framleiðir myndina en það var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði tökuliðið hér á landi. Meðal leikara í myndinni er fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones. Fréttablaðið náði tali af Vinnie í fyrra. Bar hann Sagafilm góða söguna. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ sagði Vinnie og bætti við að hann nyti sín á tökustað. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætti Vinnie við. Post by Александра Крикунова. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Búið er að frumsýna stiklu úr rússneska vísindatryllinum Calculator. Myndin var tekin upp hér á landi í fyrrasumar, í grennd við Vík í Mýrdal. Unified Media Group framleiðir myndina en það var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði tökuliðið hér á landi. Meðal leikara í myndinni er fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones. Fréttablaðið náði tali af Vinnie í fyrra. Bar hann Sagafilm góða söguna. „Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ sagði Vinnie og bætti við að hann nyti sín á tökustað. „Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætti Vinnie við. Post by Александра Крикунова.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira