Skemmdi hljóðkerfi Gauksins og flúði svo land Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2014 13:23 Biðröð fyrir utan Gaukinn. Framganga norsks hljóðmanns varpaði skugga á annars vel heppnaða tónlistarhátíð. visir/andri marinó Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“ Airwaves Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“
Airwaves Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira