Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:54 Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans. vísir/gva Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gögnin snúa meðal annars að því hvort vitni í málinu hafi gert samninga við ákæruvaldið til að sleppa við saksókn. Kröfur Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, voru þríþættar. Í fyrsta lagi sneru þær að gögnum í tengslum við samskipti vitna við ákæruvaldið í málinu, en var þeirri kröfu hafnað. Þá var farið fram á að sérfróðir matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóm til að meta þá fjárhagslegu hættu sem fylgdi viðskiptum Glitnis við Stím, sem Lárus hefur verið ákærður fyrir, sem dómurinn féllst á. Jafnframt var fram á að málinu verði skipt upp þess eðlis að skipta skuli sakarefninu upp og að öll mál gegn Lárusi verði rekin í einu lagi en var þeirri kröfu einnig hafnað. Ekki liggur fyrir hvort Lárus muni áfrýja úrskurðinum. Um er að ræða ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Lárus hefur tvívegis verið sýknaður, annars vegar í Vafningsmálinu í Hæstarétti og síðar í Aurum-Holdings málinu í héraðsdómi. Þremenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Málið er afar umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009, og er þar af leiðandi á meðal þeirra elstu mála. Stím málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gögnin snúa meðal annars að því hvort vitni í málinu hafi gert samninga við ákæruvaldið til að sleppa við saksókn. Kröfur Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, voru þríþættar. Í fyrsta lagi sneru þær að gögnum í tengslum við samskipti vitna við ákæruvaldið í málinu, en var þeirri kröfu hafnað. Þá var farið fram á að sérfróðir matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóm til að meta þá fjárhagslegu hættu sem fylgdi viðskiptum Glitnis við Stím, sem Lárus hefur verið ákærður fyrir, sem dómurinn féllst á. Jafnframt var fram á að málinu verði skipt upp þess eðlis að skipta skuli sakarefninu upp og að öll mál gegn Lárusi verði rekin í einu lagi en var þeirri kröfu einnig hafnað. Ekki liggur fyrir hvort Lárus muni áfrýja úrskurðinum. Um er að ræða ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Lárus hefur tvívegis verið sýknaður, annars vegar í Vafningsmálinu í Hæstarétti og síðar í Aurum-Holdings málinu í héraðsdómi. Þremenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Málið er afar umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009, og er þar af leiðandi á meðal þeirra elstu mála.
Stím málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi „Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis. 16. maí 2014 07:00
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
„Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson. 15. maí 2014 09:32
Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46
Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08