Fjöldi „læka“ gerir okkur háð Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 12:05 Ætli þessi sé að tjékka á tilkynningunum? Vísir/Getty Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar. Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar.
Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira