Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 19:17 Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent. Alþingi Lekamálið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira