Kobe skoraði 44 stig en Lakers tapaði fjórða leiknum í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Kobe Bryant skorar og skorar en Lakers tapar og tapar. vísir/getty Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu: NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu:
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins