Conor: Ég mun flengja Siver 18. nóvember 2014 15:30 Conor og Siver hittust í gær. vísir/getty UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. McGregor er að fara að berjast við Þjóðverjann Dennis Siver þann 18. janúar næstkomandi. Íslandsvinurinn McGregor sparaði ekki stóru orðin í gær frekar en fyrri daginn. „Þetta er ójafn bardagi. Ég mun flengja hann, ná í ávísunina og fara heim," sagði McGregor af sinni rómuðu hógværð. Margar stjörnur úr UFC-heiminum voru á viðburðinum. Stjörnur eins og Ronda Rousey og Jon Jones. Þau áttu erfitt með að fela hláturinn í hvert skipti sem McGregor var með hljóðnemann. Þegar McGregor er búinn að afgreiða Siver vill hann berjast við heimsmeistarann, Jose Aldo. McGregor sá bardaga hans gegn Chad Mendez á dögunum. „Það er fullt af veikleikum hjá Aldo sem ég get nýtt mér. Ég hef öðruvísi stíl en allir aðrir. Ég er afar bjartsýnn á að ég muni vinna stórkostlegan sigur gegn Aldo og taka yfir þessa íþrótt," sagði Írinn. Uppgangur McGregor í UFC-heiminum hefur verið hraður. Hann er sagður vera heimsmeistarinn í ruslatali en sumir efast um getu hans í hringnum. Frábær frammistaða í síðustu tveim bardögum hefur reyndar þaggað niður í mörgum. „Við skulum sjá í lok árs 2015 hvaða bardagamaður selur flestar Pay Per View áskriftir. Sjáum hvaða bardagamaður selur flesta miða. 2015 verður árið mitt. Ég veit að það eru margir í mínum flokki sem hata mig og væla út í eitt. Þeir geta haldið áfram að hata en þeir verða þvingaðir til þess að sætta sig við að ég er bestur." MMA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Sjá meira
UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. McGregor er að fara að berjast við Þjóðverjann Dennis Siver þann 18. janúar næstkomandi. Íslandsvinurinn McGregor sparaði ekki stóru orðin í gær frekar en fyrri daginn. „Þetta er ójafn bardagi. Ég mun flengja hann, ná í ávísunina og fara heim," sagði McGregor af sinni rómuðu hógværð. Margar stjörnur úr UFC-heiminum voru á viðburðinum. Stjörnur eins og Ronda Rousey og Jon Jones. Þau áttu erfitt með að fela hláturinn í hvert skipti sem McGregor var með hljóðnemann. Þegar McGregor er búinn að afgreiða Siver vill hann berjast við heimsmeistarann, Jose Aldo. McGregor sá bardaga hans gegn Chad Mendez á dögunum. „Það er fullt af veikleikum hjá Aldo sem ég get nýtt mér. Ég hef öðruvísi stíl en allir aðrir. Ég er afar bjartsýnn á að ég muni vinna stórkostlegan sigur gegn Aldo og taka yfir þessa íþrótt," sagði Írinn. Uppgangur McGregor í UFC-heiminum hefur verið hraður. Hann er sagður vera heimsmeistarinn í ruslatali en sumir efast um getu hans í hringnum. Frábær frammistaða í síðustu tveim bardögum hefur reyndar þaggað niður í mörgum. „Við skulum sjá í lok árs 2015 hvaða bardagamaður selur flestar Pay Per View áskriftir. Sjáum hvaða bardagamaður selur flesta miða. 2015 verður árið mitt. Ég veit að það eru margir í mínum flokki sem hata mig og væla út í eitt. Þeir geta haldið áfram að hata en þeir verða þvingaðir til þess að sætta sig við að ég er bestur."
MMA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti