Sagði sig úr stjórn Skraflfélagsins eftir deilur um samsett orð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 15:21 Jóhannes Benediktsson hér til vinstri og Sigurður Arnet til hægri. Þeir félagar halda Íslandsmótið um helgina. Einn maður hefur yfirgefið stjórn Skraflfélags Íslands vegna deilna um hversu langt eigi að ganga í að skrifa reglur um samsett orð. Stjórnarmaðurinn sem hætti vildi að settar yrðu nákvæmar og ítarlegar reglur um hvaða samsett orð mætti nota í spilinu. Meirihluti stjórnarinnar var honum ekki sammála og ákvað hann því að hætta. Úrsögnin kemur á slæmum tíma fyrir stjórnina sem heldur annað Íslandsmótið í Skrafli næstu helgi. „Við vorum búin að rífast um þetta í óþægilega langan tíma,“ segir Jóhannes Benediktsson, annar stjórnarmaður og bætir við: „Deilan byrjaði fyrir um tíu dögum síðan og harðnaði svo fyrir um þremur dögum síðan, þar sem ýmis stór samsett orð voru látin falla. En það var stutt í mót og við urðum að höggva á hnútinn.“ Nútíminn greindi frá málinu fyrr í dag.Mikið hitamál Sigurður Arent situr einnig í stjórn Skraflfélags Íslands. Hann segir þetta hafa verið mikið hitamál frá því í fyrra. „Við vorum með reglur í fyrra sem sátt ríkti um að mestu leyti. En það voru skiptar skoðanir um samsettu orðin.“ Að sögn þeirra félaga hefur grunnreglan verið sú að notast eigi við orð sem eru í orðabók. „En það eru nokkur orð sem eru ekki í orðabók sem ættu að vera fullkomlega gild. Til dæmis orð eins og óvinsæll. Ef við ætluðum að halda okkur við orðabókarskilgreiningar þá mætti ekki nota það orð,“ útskýrir Sigurður. Jóhannes tekur í svipaðan streng. „Okkur finnst mikilvægt að hafa reglurnar skýrar þannig að það sé ekki deilt um málin þegar í mótið er komið. Ef orðið er í orðabók þá má nota það. Síðan mun dómari skera úr um hvaða orð sem ekki eru í orðabók megi nota. Þá fer það eftir máltilfinningu dómarans hvaða orð megi nota. Að mínu mati á að leyf orð sem maður myndi ekki hnjóta um ef maður sæi þau í texta,“ segir Jóhannes. Hann bætir við að þetta verði eins og íþróttakappleikir, þar sem dómari þurfi að taka ákvörðun á staðnum sem spilarar þurfi að hlýða. „Þetta verður svona eins og fótbolta, málvitund dómara verður notuð til að skera úr um deiluatriði. Hann þarf að taka ákvörðun á staðnum svo að spilið geti haldið áfram. Annars er hætt við að rökræðurnar og rifrildin verði flókin í kjölfarið.“ Eftir deilurnar varð þessi regla um samsettu orðin ofan á: „Frumlegar samsetningar eru ekki leyfilegar. Ef samsett orð finnst ekki í orðabók sker dómari úr um hvort orðið er leyfilegt eða ekki. Dæmi um leyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Óvinsæll, marmaragólf, hárlaus. Dæmi um óleyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Söngléttur, uxamær, kattarkjóll.“Reglur félagsins eru annars stuttar en nákvæmar.Skrafl nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi.Ekki í fyrsta sinn sem deilt er Jóhannes segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deilt sé innan stjórnar Skraflfélagsins. „Í fyrra var deilt um spurnarmyndir sagna. Hvort það mætti nota orð eins og „heyrðu“. Niðurstaðan varð sú að eintölumynd slíkra orða mætti nota, en ekki fleirtölu mynd.“ Sigurður segir að það sé mikilvægt að hafa reglurnar sem einfaldastar. „Við viljum hafa þær aðgengilegar og skýrar. Við viljum fá sem flesta á mótið og ekki fæla fólk frá. Það er hætt við að einhverjir myndu setja flóknar reglur fyrir sig og jafnvel hætta við að mæta.“ Jóhannes er sammála. „Við byggjum reglurnar okkar á norsku reglunum. Þar eru þær stuttar, einfaldar. Allt klippt og skorið.“ Jóhannes segir að vissulega sé leiðinlegt að einn stjórnarmeðlimur hafi hætt. „Auðvitað kemur þetta á leiðinlegum tíma. En hann er í fullum rétti að hætta. Stjórn Skraflfélagsins óskar honum bara velfarnaðar á nýjum vettvangi.“Samfélagið í stöðugum vexti Þeir félagar segja skráninguna á mótið næstu helga vera góða og að skraflsamfélagið á Íslandi sé í stöðugum vexti, enda henti íslenskan vel til þess að spila Skrafl. „Við höfum verið að hittast á Café Haítí fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Þar hafa verið að mæta frá fimmtán og upp í fimmtíu manns. Það eru 1350 manns skráðir á Facebook-síðuna og það eru um tvö þúsund manns sem spila skrafl á netinu. Á hverju kvöldi eru um fimmtíu manns sem þar eru að spila,“ segir Jóhannes og heldur áfram: „Íslenskan fellur vel að skrafli. Til dæmis bætum við greininum fyrir aftan orð, sem gerir það að verkum að maður getur sífellt bætt við orð sem lögð eru niður í skrafli.“ Mótið fer fram í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Hægt er að skrá sig með því að senda skraflfélaginu póst. Sigurður Arent gerir sér grein fyrir að mótið er á sama tíma og tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves. „Já, þetta er kannski ekki alveg sami markhópurinn. Skráningin á mótið er mun betri en í fyrra. Samt er nóg af lausu plássi fyrir áhugasama. Bara um að gera að senda okkur póst.“ Airwaves Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Einn maður hefur yfirgefið stjórn Skraflfélags Íslands vegna deilna um hversu langt eigi að ganga í að skrifa reglur um samsett orð. Stjórnarmaðurinn sem hætti vildi að settar yrðu nákvæmar og ítarlegar reglur um hvaða samsett orð mætti nota í spilinu. Meirihluti stjórnarinnar var honum ekki sammála og ákvað hann því að hætta. Úrsögnin kemur á slæmum tíma fyrir stjórnina sem heldur annað Íslandsmótið í Skrafli næstu helgi. „Við vorum búin að rífast um þetta í óþægilega langan tíma,“ segir Jóhannes Benediktsson, annar stjórnarmaður og bætir við: „Deilan byrjaði fyrir um tíu dögum síðan og harðnaði svo fyrir um þremur dögum síðan, þar sem ýmis stór samsett orð voru látin falla. En það var stutt í mót og við urðum að höggva á hnútinn.“ Nútíminn greindi frá málinu fyrr í dag.Mikið hitamál Sigurður Arent situr einnig í stjórn Skraflfélags Íslands. Hann segir þetta hafa verið mikið hitamál frá því í fyrra. „Við vorum með reglur í fyrra sem sátt ríkti um að mestu leyti. En það voru skiptar skoðanir um samsettu orðin.“ Að sögn þeirra félaga hefur grunnreglan verið sú að notast eigi við orð sem eru í orðabók. „En það eru nokkur orð sem eru ekki í orðabók sem ættu að vera fullkomlega gild. Til dæmis orð eins og óvinsæll. Ef við ætluðum að halda okkur við orðabókarskilgreiningar þá mætti ekki nota það orð,“ útskýrir Sigurður. Jóhannes tekur í svipaðan streng. „Okkur finnst mikilvægt að hafa reglurnar skýrar þannig að það sé ekki deilt um málin þegar í mótið er komið. Ef orðið er í orðabók þá má nota það. Síðan mun dómari skera úr um hvaða orð sem ekki eru í orðabók megi nota. Þá fer það eftir máltilfinningu dómarans hvaða orð megi nota. Að mínu mati á að leyf orð sem maður myndi ekki hnjóta um ef maður sæi þau í texta,“ segir Jóhannes. Hann bætir við að þetta verði eins og íþróttakappleikir, þar sem dómari þurfi að taka ákvörðun á staðnum sem spilarar þurfi að hlýða. „Þetta verður svona eins og fótbolta, málvitund dómara verður notuð til að skera úr um deiluatriði. Hann þarf að taka ákvörðun á staðnum svo að spilið geti haldið áfram. Annars er hætt við að rökræðurnar og rifrildin verði flókin í kjölfarið.“ Eftir deilurnar varð þessi regla um samsettu orðin ofan á: „Frumlegar samsetningar eru ekki leyfilegar. Ef samsett orð finnst ekki í orðabók sker dómari úr um hvort orðið er leyfilegt eða ekki. Dæmi um leyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Óvinsæll, marmaragólf, hárlaus. Dæmi um óleyfileg orð sem ekki eru í orðabók: Söngléttur, uxamær, kattarkjóll.“Reglur félagsins eru annars stuttar en nákvæmar.Skrafl nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi.Ekki í fyrsta sinn sem deilt er Jóhannes segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deilt sé innan stjórnar Skraflfélagsins. „Í fyrra var deilt um spurnarmyndir sagna. Hvort það mætti nota orð eins og „heyrðu“. Niðurstaðan varð sú að eintölumynd slíkra orða mætti nota, en ekki fleirtölu mynd.“ Sigurður segir að það sé mikilvægt að hafa reglurnar sem einfaldastar. „Við viljum hafa þær aðgengilegar og skýrar. Við viljum fá sem flesta á mótið og ekki fæla fólk frá. Það er hætt við að einhverjir myndu setja flóknar reglur fyrir sig og jafnvel hætta við að mæta.“ Jóhannes er sammála. „Við byggjum reglurnar okkar á norsku reglunum. Þar eru þær stuttar, einfaldar. Allt klippt og skorið.“ Jóhannes segir að vissulega sé leiðinlegt að einn stjórnarmeðlimur hafi hætt. „Auðvitað kemur þetta á leiðinlegum tíma. En hann er í fullum rétti að hætta. Stjórn Skraflfélagsins óskar honum bara velfarnaðar á nýjum vettvangi.“Samfélagið í stöðugum vexti Þeir félagar segja skráninguna á mótið næstu helga vera góða og að skraflsamfélagið á Íslandi sé í stöðugum vexti, enda henti íslenskan vel til þess að spila Skrafl. „Við höfum verið að hittast á Café Haítí fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Þar hafa verið að mæta frá fimmtán og upp í fimmtíu manns. Það eru 1350 manns skráðir á Facebook-síðuna og það eru um tvö þúsund manns sem spila skrafl á netinu. Á hverju kvöldi eru um fimmtíu manns sem þar eru að spila,“ segir Jóhannes og heldur áfram: „Íslenskan fellur vel að skrafli. Til dæmis bætum við greininum fyrir aftan orð, sem gerir það að verkum að maður getur sífellt bætt við orð sem lögð eru niður í skrafli.“ Mótið fer fram í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Hægt er að skrá sig með því að senda skraflfélaginu póst. Sigurður Arent gerir sér grein fyrir að mótið er á sama tíma og tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves. „Já, þetta er kannski ekki alveg sami markhópurinn. Skráningin á mótið er mun betri en í fyrra. Samt er nóg af lausu plássi fyrir áhugasama. Bara um að gera að senda okkur póst.“
Airwaves Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda