Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 11:30 Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Valdimar einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta voru bara unglömb þá og voru bara rétt að byrja en við vorum bara búnir að æfa svo mikið að við vorum búnir að fá nóg," sagði Valdimar Grímsson í léttum tón. „Þetta er að hluta til breyttir tímar. Þessir strákar í dag eru að fara út og þeir hafa ekkert annað en að æfa og sinna þessu. Þeir eru því miklu betur á sig komnir í dag en fyrir 25 árum síðan," segir Valdimar um skýringuna á háum meðalaldri íslenska liðsins. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár er hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum," segir Valdimar. „Ætli við séum ekki búnir að gleyma okkur í mjög mörgu. Við erum búnir að lifa ótrúlegt skeið með frábærum árangri hjá landsliðinu. Fólk heldur að þetta sé eins og hafragrauturinn og komi bara sjálfkrafa á borðið. Það þarf að hlúa að þessu eins og öðru og við erum þarna meðal tíu efstu þjóða. Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum," segir Valdimar. „Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við horfðum upp til sem besta handboltaþjóð í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komst ekki inn. Þeir eru með gríðarlega góð unglingalandslið en A-landsliðið kemst ekki inn af því að þeir lenda á móti sterkari andstæðingum. Þar erum við í 1. sæti í dag og við þurfum að passa upp á þetta sæti. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekkert íslenska landsliðið á stórmótum," segir Valdimar. „Reynsla er mikilvæg. Þú byggir upp ákveðið traust og leggur inn hjá þjálfara, umhverfi og þjóð. Þú ert þá búinn að skapa ákveðna ímynd og stöðu og þá ertu með brunn til að byggja á. Nýliðarnir þurfa því að komast inn og sanna að þeir séu betri og sterkari. Það er ekkert auðvelt að loka dyrum á reynslumikla menn," segir Valdimar. Valdimar vill sjá landsliðsþjálfarann taka meiri áhættu og vill að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, sitji meira þannig að efnilegir menn í hans stöðu fái tækifæri til að spila „alvöru" mínútur. Það má finna allt viðtal Valtýs við Valdimar hér fyrir ofan.Viðtalið við Valdimar Grímsson. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Valdimar einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta voru bara unglömb þá og voru bara rétt að byrja en við vorum bara búnir að æfa svo mikið að við vorum búnir að fá nóg," sagði Valdimar Grímsson í léttum tón. „Þetta er að hluta til breyttir tímar. Þessir strákar í dag eru að fara út og þeir hafa ekkert annað en að æfa og sinna þessu. Þeir eru því miklu betur á sig komnir í dag en fyrir 25 árum síðan," segir Valdimar um skýringuna á háum meðalaldri íslenska liðsins. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár er hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum," segir Valdimar. „Ætli við séum ekki búnir að gleyma okkur í mjög mörgu. Við erum búnir að lifa ótrúlegt skeið með frábærum árangri hjá landsliðinu. Fólk heldur að þetta sé eins og hafragrauturinn og komi bara sjálfkrafa á borðið. Það þarf að hlúa að þessu eins og öðru og við erum þarna meðal tíu efstu þjóða. Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum," segir Valdimar. „Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við horfðum upp til sem besta handboltaþjóð í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komst ekki inn. Þeir eru með gríðarlega góð unglingalandslið en A-landsliðið kemst ekki inn af því að þeir lenda á móti sterkari andstæðingum. Þar erum við í 1. sæti í dag og við þurfum að passa upp á þetta sæti. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekkert íslenska landsliðið á stórmótum," segir Valdimar. „Reynsla er mikilvæg. Þú byggir upp ákveðið traust og leggur inn hjá þjálfara, umhverfi og þjóð. Þú ert þá búinn að skapa ákveðna ímynd og stöðu og þá ertu með brunn til að byggja á. Nýliðarnir þurfa því að komast inn og sanna að þeir séu betri og sterkari. Það er ekkert auðvelt að loka dyrum á reynslumikla menn," segir Valdimar. Valdimar vill sjá landsliðsþjálfarann taka meiri áhættu og vill að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, sitji meira þannig að efnilegir menn í hans stöðu fái tækifæri til að spila „alvöru" mínútur. Það má finna allt viðtal Valtýs við Valdimar hér fyrir ofan.Viðtalið við Valdimar Grímsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57