„Við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 16:00 LOTV. Hljómsveitin Lily of the Valley, eða LOTV, var að senda frá sér sína þriðju smáskífu, lagið Holy Water. LOTV gaf út sitt fyrsta lag í júní og hafa lögin I'll be waiting og Back hljómað mikið á öldum ljósvakans að undanförnu. „Holy Water er í raun endirinn á svona lagaþrennu sem við ákváðum að gera í sumar. Þetta er hugljúft og angurvært lag sem er kannski ágætt eftir hasarinn í síðasta lagi,“ segir Logi Marr, gítarleikari sveitarinnar. Aðspurður um myndbandið við lagið hefur Logi þetta að segja: „Þetta er ekki neinn söguþráður í raun og kannski ekki svona hefðbundið tónlistarmyndband. Þetta er kannski helst einhver óður til íslenskrar náttúru. Við nennum ekki söguþræði, við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt. Tinna er í raun alltaf á einhverju flakki svo þetta er kannski ágætlega lýsandi fyrir hana - stelur gítartöskunni minni og flýr af vettvangi,“ segir Logi en myndbandavinnslan var í höndum Harðar Ásbjarnarsonar. Lily of the Valley spilar á fjórum „off-venue“-tónleikum á Iceland Airwaves; á Hlemmur Square á fimmtudag, á Bar11 á föstudag, á Hressó á föstudag og á Loft Hostel á sunnudag. Airwaves Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Lily of the Valley, eða LOTV, var að senda frá sér sína þriðju smáskífu, lagið Holy Water. LOTV gaf út sitt fyrsta lag í júní og hafa lögin I'll be waiting og Back hljómað mikið á öldum ljósvakans að undanförnu. „Holy Water er í raun endirinn á svona lagaþrennu sem við ákváðum að gera í sumar. Þetta er hugljúft og angurvært lag sem er kannski ágætt eftir hasarinn í síðasta lagi,“ segir Logi Marr, gítarleikari sveitarinnar. Aðspurður um myndbandið við lagið hefur Logi þetta að segja: „Þetta er ekki neinn söguþráður í raun og kannski ekki svona hefðbundið tónlistarmyndband. Þetta er kannski helst einhver óður til íslenskrar náttúru. Við nennum ekki söguþræði, við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt. Tinna er í raun alltaf á einhverju flakki svo þetta er kannski ágætlega lýsandi fyrir hana - stelur gítartöskunni minni og flýr af vettvangi,“ segir Logi en myndbandavinnslan var í höndum Harðar Ásbjarnarsonar. Lily of the Valley spilar á fjórum „off-venue“-tónleikum á Iceland Airwaves; á Hlemmur Square á fimmtudag, á Bar11 á föstudag, á Hressó á föstudag og á Loft Hostel á sunnudag.
Airwaves Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira